Furðulegt ástand er á íslenska Eurovisionhópnum í Rotterdam þar sem fólk hefur bundist einskonar bandalagi um að upplýsa ekki hver úr hópnum reyndist vera smitaður af Covid. Æsifréttamaðurinn knái, Jakob Bjarnar Grétarsson, er einn þeirra sem brennur í skinninu að fá að vita hver hinn sýkti er. „Ég ætla að grísa á að þetta sé annað hvort Stefán Eiríksson eða Logi Bergmann…,“ skrifa Jakob Bjarnar á Facebook.
Það er augljóst að leyndin á sér einhverjar þær rætur sem ekki mega sjást á yfirborðinu. Venjulega er fólk ófeimið við að segja frá því að það hafi smitast af veirunni, enda er venjulega ekki við það ráðið. Í Rotterdam virðist smitskömmin vera allsráðandi og þagnarmúr er allsráðandi …