Fimmtudagur 6. febrúar, 2025
5.8 C
Reykjavik

SÖFNUN -Málfríður óvinnufær eftir læknamistök: „Enginn getur þolað svona sára verki árum saman“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Málfríður Stefanía Þórðardóttir var 45 ára gömul hraust kona, í hraustum líkama, þegar hún gekkst undir það sem átti að vera smávægilega aðgerð í byrjun árs 2018. En vegna mistaka í aðgerðinni er Málfríður nú öryrki og algjörlega óvinnufær.

Málfríður starfaði sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri og leitaði hún þangað vegna kvilla sem hafði hrjáð hana lengi.

„Ég var sem sagt búin að vera með gyllinæð mjög lengi eftir að ég fæddi mitt yngsta barn og fer í viðtal og skoðun hjá skurðlækni sem að segir strax að það sé lítið mál að fjarlægja hana, lítið inngrip, pínulítil aðgerð og talar bara um þetta eins og þetta sé nánast eins og að taka fæðingarblett,“ sagði Málfríður þegar hún opnaði sig um málið í sjónvarpsþættinum Kveik árið 2019.

Til eru mun einfaldari aðferðir til að fjarlægja gyllinæð sem Málfríði var ekki kunnugt um og var hún heldur ekki upplýst um það af sínum lækni, sem hún segist hafa treyst til þess að velja þá aðferð sem ákjósanlegust væri.

Í aðgerðinni hlaut Málfríður alvarlegan taugaskaða og einnig mikinn skaða á hringvöðva, sem leiddi til þess að hún fékk stóma. Hún var mjög kvalin eftir aðgerðina og er enn þann dag í dag.
Hefur Málfríður gengið á milli lækna í þeirri von að finna þá hjálp sem hún þarf til að bæta líðan sína, en hún hefur farið í þrjár aðgerðir og ótal lyfja- og rafmeðferðir við sársauka en allt hefur þetta lítið hjálpað.
Þá var Málfríður í kjölfar aðgerðarinnar einnig greind með áfallastreitu.

Málfríður hefur þó aldrei misst vonina um að ná bata og eftir langa og stranga leit fann hún sérfræðing í Sviss sem gat greint ástand hennar og telur sig geta hjálpað henni við að ná bata. Hann hefur gefið Málfríði aðgerðardag sem er eftir þrjár vikur, en vandinn er sá að aðgerðin kostar 6,3 milljónir og engin svör eru að fá frá Sjúkratryggingum Íslands.

- Auglýsing -

Dóttir Málfríðar skrifaði því færslu á Facebook og óskar eftir stuðningi fólks,

„Staðan er sú að mamma er búin með sitt baráttuþrek og getur ekki beðið lengur. Hún ætlar að fara í þessa aðgerð hvernig sem hún fer að því. Enginn getur þolað svona sára verki árum saman.
Hún gerir allt fyrir vonina að lifa eðlilegu lífi aftur. Hún þráir mest af öllu að fá bata og geta starfað við það sem hún elskar og hætta á örorku. Sá möguleiki er fyrir hendi ef hún kemst í þessa aðgerð.
Ég hef því stofnað söfnunarreikning á hennar nafni. Mér þætti óendanlega vænt um ef þú gætir séð þér fært að hjálpa mömmu og styrkja hana, þó ekki væri nema 1000 kr. Margt smátt gerir eitt stórt “

Þeim sem vilja hjálpa Málfríði geta styrkt hana á eftirfarandi á söfnunarreikningi:

- Auglýsing -

Reikningsnúmer: 0370-22-029580
Kt. 210972-5609

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -