Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tryggingafélögin sögð okra á neytendum undir vernd Seðlabankans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Félag Íslenskra Bifreiðaeiganda hefur verið  að vekja athygi á mjög óeðlilegu ástandi er snýr að tryggingarfélögunum. Iðgjöld hafa hækkað umtalsvert á meðan slysum fækkar. Tryggingarfélögin eru þar að auki skila gríðarlegum hagnaði en það skilar sér alls ekki til neytenda með lækkuðum tryggingaiðgjöldum.

Ekkert eftirlit

FÍB bendir meðal annars á að það er lítil sem engin samkeppni hér á landi þegar kemur að tryggingum bifreiða. Einnig er bent á að ekkert eftirlit sem heitið getur er með þessum málum en þau  heyra undir Fjármálaeftirlit Seðlabankans sem sér ekkert athugavert við þessi háu iðgjöld. Þvert á móti hefur eftirlitið varað tryggingafélögin við því að fara út í samkeppni. Þetta er ekki á nokkurn hátt neytendavænt og ljóst að enginn er að gæta hagsmuna fólks og heimilanna í landinu þegar litið er til þessarra mála.

 Hærri iðgjöld en á hinum Norðurlöndunum

Stórfelldur munur er á iðgjöldum fjölskyldubíla sé horft til Norðurlandanna en munurinn er allt frá 50 – 100 prósent. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB talar meðal annars um þetta í pistli nýútkomins blaðs FÍB. Þetta getur einfaldlega ekki talist eðlilegt.

Íslenskur almenningur á stærstan hluta í tryggingafélögunum

- Auglýsing -

Hverjir eiga svo tryggingafélögin ? Íslenskur almenningur að mestum hluta en lífeyrissjóðirnir eru stærstu hluthafar í tryggingarfélögunum. Í mjög stuttu máli er verið að fara illa með íslenska neytendur sem þurfa lögum samkvæmt að eiga viðskipti við tryggingafélögin. Ekkert eftirlit er starfandi sem spyrnir fótum við þessarri þróun neytendum í hag. Félag Íslenskra Bifreiðaeiganda er í raun þeir einu sem eru að vekja á þessu athygli aftur og aftur og deila hart á þetta ástand.

 Hvað er til ráða ?

Þeirra ráðlegging til neytenda er að skipta mjög reglulega um tryggingafélag því raunin er sú að lægstu tryggingarnar fær fólk sem er að flytja sig til nýs tryggingafélags. Eins og Runólfur bendir á í pistli sínum eru það þeir sem eru tryggir sínu félagi sem þurfa að borga hæstu iðgjöldin. Svo kæru neytendur, tökum höndum saman og skiptum að minnsta kosti einu sinni á ári um tryggingafélag, það er það eina sem við getum gert til þess að spyrna fótum við þessu óréttlæti og fengið lægri iðgjöld í leiðinni.

- Auglýsing -

 

Eins og bent er á í blaði FÍB þarf hreinlega að koma til stórt erlent tryggingafélag til þess að breyta markaðnum í tryggingarmálum líkt og koma  Costco umbylti bensínverði hér landi.

 

Félag Íslenskra Bifreiðaeiganda á stórt hrós skilið fyrir að berjast í málum sem þessum og auðvitað mörgum fleirum. Hér að neðan má sjá greinar sem félagið hefur birt nýlega varðandi iðgjöld tryggingafélaganna.

Hvernig er hægt að lækka iðgjöld bílatrygginganna?

Bílaeigendur standa undir gróða tryggingafélaganna

Dýrum tjónum fækkar en samt hækka iðgjöld

Iðgjöld tryggingafélaga á Íslandi hafa hækkað um 38 % frá árinu 2015

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -