Jónína Michaelsdóttir, rithöfundur og blaðamaður, er látin. Jónína var einna þekktust sem rithöfundur og blaðamaður. Hún starfaði einnig sem framkvæmdastjóri samtakanna Viðskipti og verslun. Jónína var aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra 1987-
1988.
Bækur Jónínu nutu vinsælda. Þerirra á meðal er Líf mitt og gleði, ævisaga Þuríðar Pálsdóttur óperusöngkonu og Eins manns kona, lífssaga Tove Engilberts. Þá skrifaði hún sögu Sesselju Sigmundsdóttur og Sólheima, Mér leggst eitthvað til og Karólína, líf og list Karólínu Lárusdóttur listmálara, aukm fjölda annarra bóka. Jónína kom einnig að þáttagerð í sjónvarpi og þók viðtöl við einstaklinga í sjónvarpsþáttunum Maður er nefndur.
Eftirlifandi eiginmaður Jónínu er Sigþór Jón Sigurðsson kerfisfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Michael, Björn og Þórunni.
Jónína var 78 ára gömul þegar hún lést.