Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Áhrifamikil tískuíkon

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nokkur af áhrifamestu tískuíkonum innan bransans í dag.

Tískuíkon dagsins í dag eru endalaus uppspretta innblásturs þegar kemur að því hvernig við klæðum okkur. Hér eru nokkrar af þeim áhrifameiri innan bransans sem eru í uppáhaldi hjá okkur.

Olivia Palermo
Tískudrottninguna Oliviu Palermo þekkja flestir sem hafa áhuga á tískunni. Hún skaust upp á stjörnuhimininn með þátttöku sinni í bandarísku raunveruleikaþáttunum The Hills en hefur síðan komið víða við. Hún var meðal annars lærlingur í kynningarmálum hjá hönnuðinum Diane von Furstenberg og vann í fylgihlutadeild hjá tískutímaritinu Elle en Olivia er þekkt fyrir að vera einstaklega smekkleg þegar kemur að því að nota fylgihluti á ferskan hátt. Olivia hefur verið áberandi í félagslífi þeirra ríku og frægu og er mynduð hvert sem hún fer, enda eitt stærsta tískuíkon samtímans. Það er alltaf hægt að leita til Oliviu að innblæstri, oliviapalermo.com.

______________________________________________________________

Hanneli Mustaparta
Hin norska Hanneli Mustaparta er fyrrverandi fyrirsæta sem fljótlega fann hjá sér mikinn áhuga á því að stílisera. Frá því hún lagði fyrirsætuskóna á hilluna að mestu árið 2008 hefur hún unnið fyrir hin ýmsu tískutímarit og stíliserað fyrir stór fyrirtæki. Áhugi hennar á útliti og stíliseringu þróaðist svo út í það að taka myndir en síðustu árin hafa götutískumyndir eftir hana birst í Vogue og á Vogue.com. Hanneli er með einstakt auga fyrir smáatriðum og ekki skemmir útlit hennar fyrir, að við tölum ekki um hárið, okkur dreymir um að hafa hár eins Hanneli!

- Auglýsing -

______________________________________________________________

Hedvig Opshaug
Norski tískubloggarinn Hedvig Opshaug er konan á bak við the-northernlight.com. Nafnið á blogginu tengist heimaslóðum hennar í Norður-Noregi þar sem norðurljósin eru sýnileg allan veturinn. Hún á stuttan fyrirsætuferil að baki en lærði stærðfræði og vann í banka í Stokkhólmi þegar hún ákvað að breyta til og flytja til London. Hún segir að ferill sinn sem tískubloggari hafi fyrir tilviljun undið upp á sig en var ekki eitthvað sem hún stefndi beinlínis að. Hedvig er alltaf með puttann á tískupúlsinum og gaman að fylgjast með þessari glæsilegu konu.

- Auglýsing -

______________________________________________________________

Miroslava Duma
Miroslava Duma vakti fyrst heimsathygli þegar myndir af henni birtust á þekktustu tískubloggunum eins og The Sartorialist. Hún hefur unnið fyrir mörg af stærstu tímaritum heims en hefur síðustu fimm árin unnið sjálfstætt fyrir Buro247.com en hún er meðstofnandi þeirrar vefsíðu sem fjallar meðal annars um tísku og listir og sendir út fréttir allan sólarhringinn. Það er ekki að undra að Miroslava skuli eiga marga aðdáendur enda alltaf óaðfinnanleg og klæðnaður hennar áhugaverður.

______________________________________________________________

Pernille Teisbaek
Pernille Teisbaek hefur unnið bæði fyrir framan og aftan myndavélarnar. Hún byrjaði feril sinn sem tískustjóri hjá danska tímaritinu Woman en hún hefur einnig unnið fyrir ALT for Damerne og Eurowoman. Í dag vinnur hún í fullu starfi sem stílisti, bloggari og tískusérfræðingur hjá stærstu sjónvarpsstöðvum Danmerkur. Ef þú ert í leit að  skandinavískum stílinnblæstri skaltu kíkja á Pernille, pernilleteisbaek.com.

______________________________________________________________

 

Chiara Ferragni
Hin ítalska Chiara Ferragni er konan á bak við eitt allra stærsta tískublogg heims, The Blonde Salad. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir besta tískubloggið mörg ár í röð og birst á lista Forbes yfri ríkasta fólk heims. Hún hefur átt í samstarfi við marga af stærstu tískuhönnuðum samtímans og er talskona fyrir Pantene-hárvörur. Chiara birtist á forsíðu spænska Vogue í apríl í fyrra og er þar með fyrsti tískubloggarinn til að verma forsíðu tískubiblíunnar.

______________________________________________________________

Leandra Medine
Húmorinn skín ávallt í gegn hjá Leöndu Medine, sem heldur úti vefsíðunni The Man Repeller. Hún er einn þekktasti tískubloggari heims og áhrifamikil með meiru innan tískuheimsins. Leandra er þekkt fyrir að blanda saman ólíklegustu flíkum og fylgihlutum og er ávallt uppspretta tískuinnblásturs.

______________________________________________________________

Alexa Chung
Hin kínverk-breska Alexa Chung er eitt áhrifamesta tískuíkon samtímans og hefur alið af sér margar hermikrákur í gegnum tíðina. Hún byrjaði feril sinn sem fyrirsæta og fór þaðan yfir í sjónvarp. Síðustu árin hefur hún sett nafn sitt við ýmsan varning eins og fatnað og snyrtivörur og meðal annars skrifað fyrir breska Vogue. Þá hefur hún einnig veitt mörgum tískuhönnuðum innblástur því stíllinn hennar er svo einstakur. Alexu má oftar en ekki finna á fremsta bekk á tískusýningunum en hún er ein mest ljósmyndaða kona Bretlands.

Texti / Helga Kristjáns

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -