Svo virðist sem nýtt æði hafi gripið um sig hér á landi en það er að sprauta sig með sykursýkislyfinu Saxenda daglega í þeim tilgangi að léttast. Íslenskur áhrifavaldur sagði fylgjendum sínum frá þessu „undraefni“ sem kom bylgju af stað meðal kvenna.
Lyfið er aftur á móti lítið rannsakað og virðist geta valdið alvarlegum aukaverkunum. Auðvitað þurfa sumir á lyfinu að halda og það er bara jákvætt ef það hjálpar við baráttuna við ofþyngd og heilsubresti. Mannlíf kafaði ofan í málið
Áhrifavaldur segist léttast
Fyrir nokkrum mánuðum var íslenskur áhrifavaldur, Thelma Hilmarsdóttir, á samskiptaforritinu Snapchat að sýna fylgjendum sínum Saxenda-lyfið og matreiddi þetta ofan í fylgjendurna sem svo: „Ég bara sprauta mig með þessu einu sinni á dag og ég léttist“.
Það má segja að á þessum tímapunkti hafi allt farið á hliðina og virðist sem fólk, þá aðallega konur þust til lækna til þess að fá þetta undralyf hjá þeim. Thelma virðist sjálf ekki vera að glíma við offitu og sagði hún sjálf að hún hefði enga undirliggjandi þætti þegar spurningarnar fóru að hrúgast yfir hana.
Á Facebook hefur verið stofnaður hópur utan um hið nýja megrunaræði og þar er saman kominn fjöldi kvenna sem lýsa reynslu sinni af notkun undralyfsins. Þar varpa konur fram spurningum sínum og fá svör varðandi rétta notkun þess.
Hér má sjá nokkur ummæli íslenskra kvenna útfrá notkun megrunarlyfsins Saxenda:
Ég er búin að vera á lyfinu í 8 vikur og rúmt kíló farið
Ég er búinn að vera á því í 10 vikur og það er lítið að gerast ennþá
3 vikur og 2 kg farin
Verið á því í 14 vikur og búin að missa 4 kg
5 vikur og 1.7 kíló farið
Var á lyfinu í 4 vikur og ekkert gerðist stoppaði og byrjaði aftur fyrir ca viku og það eru farin 0,4 kg núna
Ég er í mikilli ofþyngd og lyfið er að hjálpa mér helling er búinn að tapa alls 10 kg á 10 vikum
Ég er mjög mikið yfir minni þyngd en þetta hefur hjálpað mér svakalega mikið-15 kg á 12 vikum
Mannlíf mun í kjölfarið birta fleir greinar sem sýnir fram á virkni Saxenda, upplýsa betur um þetta nýja megrunaræði og ræða við fólk um afleiðingarnar.