„Ef launafólk á viðskipti við fyrirtækið og fjárfestar veita því brautargengi er um leið verið að leggja blessun sína yfir þessi vinnubrögð. Þess vegna enduróma ég enn og aftur samþykkt miðstjórnar ASÍ. Nei við Play,“ segir Drífa Snædal forseti ASÍ í við mbl.
Í yfirlýsingu ASÍ segir: „Íslenska flugstéttarfélagið og Play hafa ekki viljað láta kjarasamninga sína af hendi en ASÍ hefur þá undir höndum og staðfestir hér enn á ný að þar er kveðið á um að grunnlaun séu 266.500 krónur fyrir nýliða. Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks”.
Play hafnar alfarið ásökunum
Play hefur vísað þessum fullyrðingum á bug segir lægsta taxta flugliða ekki vera 260.000 þúsund krónur án vinnuframlags og aukagreiðslna, heldur 350.000 krónur. Jafnframt segir að heildartekjur nýráðinna séu um 500 þúsund krónur í meðalmánuði og að fyrir reyndan starfsmann gætu föst laun verið allt að 450 þúsund krónur án vinnuframlags.
Fullkomlega í takt við lög og reglur
„Félagið lauk nýverið hlutafjárútboði þar sem breiður hópur fagfjárfesta fjárfesti fyrir um 6 milljarða króna í félaginu. Þessi fjárfesting var gerð í kjölfarið á faglegri áreiðanleikakönnun þar sem öll aðalatriði rekstursins voru könnuð gaumgæfilega eins og vera ber í svona stórum verkefnum. Þar með talið voru kjarasamningar enda var það algjörlega skýrt af hálfu allra þessara aðila að þau mál þyrftu að vera fullkomlega í takt við lög og reglur. Þessi atriði voru því sérstaklega rannsökuð af sérfræðingum í kjaramálum,“ segir í yfirlýsingu Play sem birt er í Morgunblaðinu.
Skipulagt niðurbrot
Play segir ASÍ halda úti ósönnðum ásökunum um launatölur en Drífa vísar þeim fullyrðingum á bug.
„Play mun halda áfram að þyrla upp ryki og dreifa öðrum upplýsingum á valda fjölmiðla og senda frá sér misvísandi yfirlýsingar. Eina leiðin fyrir Play að sýna fram á að þar sé starfsfólki í flugi boðið upp á mannsæmandi laun er að leggja fram undirritaðan kjarasamning sem gerður er við raunverulegt stéttarfélag vinnandi fólks,“ segir meðal annars í yfirlýsingu ASÍ sem heldur fram að um niðurbrot á skipulagðri hreyfingu launafólks sé að ræða.
Birgir Jónsson, forstjóri nýja flugfélagsins Play, segist í samtali við mbl.is ekki hafa kynnt sér þær tölur sem ASÍ setur fram sem dæmi um launaliði félagsins. Hann segir umræðuna afbakaða.
„Þetta er orðinn einhver leikur að tölum,“ segir Birgir. „Upphaflega voru ásakanirnar þær að launin væru langt undir lágmarkslaunum og jafnvel atvinnuleysisbótum og að félagið væri svo gott sem að segja sig úr samfélagi siðaðs fólks. Síðan voru settar fram tölur þar sem fullyrt er að launin séu þrjátíu prósentum lægri en hjá Icelandair. Það er ekki sama málið,“ útskýrir Birgir í viðtalinu.