Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Heimir og Sigurður á toppi Everest: „Þvílíkir meistarar og þvílíkt afrek“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjall­göngu­menn­irn­ir Heim­ir Fann­ar Hall­gríms­son og Sig­urður Bjarni Sveins­son náðu á topp hæsta fjalls heims, Everest um miðnætti. Fjallið er 8848 metrar. Þeir félagar ganga í þágu Umhyggju, langveikra barna. „Toppnum náð! Þvílíkir meistarar og þvílíkt afrek,“ segir á Facebook-síðu samtakanna um afrekið. Þeir bætast þanng í fríðan hóp þeirra Íslendinga sem hafa toppað fjallið. Kapparnir eru nú á niðurleið eftir afrek sitt.

Þeir félagar ákváðu að fara á Everest í nóv­em­ber. Heim­ir Fann­ar hafði þá sam­band við fé­laga sinn Sig­urð Bjarna. Þeir sögðu frá því í viðtali við Morgunblaðið að eft­ir stutta ­um­hugs­un ákvað Sig­urður að slá til og stefnt var á topp­inn í maí. Þeim þótti mik­il­vægt að láta gott af sér leiða með leiðangr­in­um og ákváðu að safna þeir fé fyr­ir Um­hyggju – fé­lag lang­veikra barna.

Sig­urður og Heim­ir hafa báðir átt for­eldra sem glímdu við alvarleg veik­indi. Reynsl­an leiddi til þess að þeir vilja láta gott af sér leiða. Hálfu ári eftir að þeir ákáðu að fara á tindinn er draumurinn orðinn að veruleika.

Þeir sem vlja styrka Umhyggju gera það hér

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -