Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson náðu á topp hæsta fjalls heims, Everest um miðnætti. Fjallið er 8848 metrar. Þeir félagar ganga í þágu Umhyggju, langveikra barna. „Toppnum náð! Þvílíkir meistarar og þvílíkt afrek,“ segir á Facebook-síðu samtakanna um afrekið. Þeir bætast þanng í fríðan hóp þeirra Íslendinga sem hafa toppað fjallið. Kapparnir eru nú á niðurleið eftir afrek sitt.
Þeir félagar ákváðu að fara á Everest í nóvember. Heimir Fannar hafði þá samband við félaga sinn Sigurð Bjarna. Þeir sögðu frá því í viðtali við Morgunblaðið að eftir stutta umhugsun ákvað Sigurður að slá til og stefnt var á toppinn í maí. Þeim þótti mikilvægt að láta gott af sér leiða með leiðangrinum og ákváðu að safna þeir fé fyrir Umhyggju – félag langveikra barna.
Sigurður og Heimir hafa báðir átt foreldra sem glímdu við alvarleg veikindi. Reynslan leiddi til þess að þeir vilja láta gott af sér leiða. Hálfu ári eftir að þeir ákáðu að fara á tindinn er draumurinn orðinn að veruleika.
Þeir sem vlja styrka Umhyggju gera það hér