Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.3 C
Reykjavik

Hrossabjúgu frá Kjarnafæði rýrnuðu um helming

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Húsmóðir í Reykjanesbæ sem keypti sér hrossabjúgu frá Kjarnafæði var ekki par hrifinn þegar í ljós kom að eftir suðu hafði bjúgað rýrnað um næstum helming.

Upphafleg þyngd var 690 gr en fór niður í 352 gr eftir suðu, 49 prósent rýrnun. Farið var eftir öllum leiðbeiningum enda engin nýgræðingur við matargerð á ferðinni. Þetta hreinlega getur ekki talist eðlileg rýrnun. Auðvitað á sér alltaf stað einhver rýrnun en þetta er einfaldlega of mikið af hinu góða.

Húsmóðirin póstaði innleggi um bjúgað í hópana Matartips og Gamaldags matur á Facebook til þess að sýna þá miklu rýrnun sem varð á bjúganu. Maður nokkur sem tjáði sig við innleggið spurði „Bullsauðstu það í klst eða?“ Ítarlegar eldunarleiðbeiningar er að finna á umbúðunum, jafnframt því að húsmóðirin svaraði „Ég sauð það samkvæmt leiðbeiningum, enda ekki alveg óreynd í eldhúsinu.“ Margir viðruðu svo skoðun sína á því hvernig væri í raun best að sjóða bjúgu, „Það á að setja þetta í kalt vatn og láta suðuna koma upp og setja svo á lægsta.“ enn annar sagði „Til samanburðar þá hefur 1 kg af fitu 9 sinnum meira rúmmál en 1 kg af keti. Þessi bjúgu eru oft um 40% feit. Ef þau eru feitari eru þau í raun óæt“.

Hér má sjá að Bjúgað var 0,690 Kg fyrir eldun og fituinnihald gefið upp 29,6gr á hver 100gr

 

Hér má sjá bjúgað eftir suðu og þyngd þess orðin 0,352 Kg

Með tilliti til þess að uppgefið  fitumagn vörunnar á umbúðum segir að fita sé 29,6 gr í hverjum 100 gr ætti fita að vera um það bil 207 gr í þessu tiltekna bjúga sem vóg 690gr. 233 gr ættu að vera heildarmagn fitunnar í bjúganu og restin þá 457 gr. Það sýnir okkur það að ef öll fita myndi hverfa við eldun/suðu ætti varan að vega 457 gr en ekki 352 gr. Mismunurinn er því 105gr á milli þess sem bjúgað vóg eftir suðu, að því gefnu (sem gerist ekki ef eldunarleiðbeiningum er fylgt) að gjörsamlega öll fita væri farin úr kjötinu.

Það gefur því augaleið að hér er eitthvað furðulegt í gangi, sennilega mikið meira fituinnihald en gefið er upp á umbúðunum, eða varan er full af vatni.

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -