Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-6.8 C
Reykjavik

Orð eru til alls fyrst

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Kristínu Snorradóttur

Taktu eftir því hvernig þú talar við eða um þig…

Ertu að segja þér að þú sért glataður/glötuð eða getir ekki, ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað í þá veruna? Ef það er vani þinn þá ertu að brjóta niður eigið sjálf ?

Það sem meira er að þú ert að draga úr líkum á að þú getir og þar með að brjóta sjálfstraust þitt meira og meira. Brotið sjálfstraust getur leitt til mikillar vanlíðunar og jafnvel komið af stað þunglyndi og kvíða.

Það er svo magnað að við heyrum allt sem við segjum við okkur sjálf og öll skynfærin taka við því!

Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!

- Auglýsing -

Sjálfið trúir því að þú sért glataður/glötuð, getir ekki eða sért ljótur/ljót, vonlaus eða eitthvað enn verra!

Börn læra það sem fyrir þeim er haft!

Ef þú ert foreldri og barnið þitt heyrir þig tala niður til sjálfs þíns er það eitthvað sem barnið lærir og lítur á sem eðlilegan hlut og fer að tala sjálft sig niður.

- Auglýsing -

Brotin sjálfsmynd eykur líkurnar á því að barn á unglingsárum leiðist út í áhættuhegðun á borð við vímuefnaneyslu.

Öflug sjálfsmynd er undirstaða okkar allra að lífsgæðum.

Það sama gerist þegar þú talar uppbyggilega við þig.

Segir þér að þú sért frábær, hugrakkur/hugrökk, fallegur/falleg og tilbúin til að sigrast á þeim áskorunum sem þú mætir.
Heyrnin nemur það og flytur boðin til undirmeðvitundarinnar sem tekur þessum orðum sem heilögum sannleika þar sem þau koma frá sjálfum einstaklingnum!
Taktu eftir þessu og prófaðu að tala bara fallega og jákvætt til sjálfs þíns og sjáðu hvað gerist.

Það besta er að ef þú ert foreldri þá lærir barn þitt að meta eigið virði sem leiðir til öflugrar sjálfsmyndar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að öflug sjálfsmynd ungmenna er lykilatriði þegar kemur að því að takast á við hópþrýsting unglingsáranna og því er öflug sjálfsmynd eins besta forvörn sem til er fyrir áhættuhegðun og vímuefnaneyslu.

Sjálfsmynd er að þroskast frá vöggu til grafar, erfðir og umhverfi hafa áhrif á hana. Það má alltaf vinna við að styrkja sjálfsmynd og til þess eru margar leiðir en eitt gott ráð er að vera meðvitaður um hvernig þú talar til þín og grípa það þegar þú ferð að misþyrma þér með orðum, staldra við og íhuga myndi ég segja þetta við eitthvern annan?

Ef ekki þá skaltu biðja þig afsökunar og forðast að sýna þér þessa framkomu aftur.

Höfundur er Acc vottaður markþjálfi og félagskona í FKA

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -