Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Síma- og greiðslukerfi TR hrunið: Öryrkjar bíða eftir launum sínum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Símkerfi Tryggingarstofnunar er sprungið og sama gildir um vefsíðuna, en fjölmargir lífeyrisþegar bíða nú milli vonar og ótta eftir mánaðarlaunum sínum. Á Facebook síðu Tryggingastofnunnar má lesa eftirfarandi:

Síma- og greiðslukerfi TR er hrunið vegna álags. Þessi má lesa á síðu TR á Facebook í dag

Fáeinir hafa ritað athugasemdir inn á Facebook síðu stofnunarinnar og bendir meðal annars einn á að töf á mánaðarlegum greiðslum til lífeyrisþega eigi fullt erindi við íslenska fjölmiðla, þar sem ekki allir notist við samskiptamiðla. „Svona lagað á ekki að geta gerst. Þetta með uppgjörið vissu þeir áður,” kvartar óþreyjufullur lífeyrisþegi .

Aðrir koma þó TR á Facebook til varnar og þannig segir einhver: Starfsmenn TR eru bara fólk eins og ég og þú. Sérstaklega fólkið sem svarar í símann. Það eru yfirvöld sem stjórna,” og uppsker mótmæli í næstu athugasemd þar sem má lesa orðin: “Yfirvöld stjórna ekki tölvum og útreikningum fyrir greiðslurnar.”

Þá er lífeyrisþegum einnig uppálagt að hringja í síma Tryggingastofnunar en þegar ritstjórn Mannlífs reyndi að hringja í númerið var á tali. Og þessu hafa fylgjendur Tryggingastofnunar á Facebook þegar áttað sig á en í umræðuþræði má að lokum lesa orðin: “YOUR PHONE IS DEAD.”

Ekki náðist í Tryggingastofnun við vinnslu fréttar. TR á Facebook er HÉR

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -