Föstudagur 27. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Leitar að sérkennum í viðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Úr álveri í útskurð og rennismíði

Jón Þórður Jónsson nýtir eftirlaunaárin til að renna allskonar muni úr tré, eins og fugla, kertastjaka, box, bjöllur og lyklakippur.

Jón Þórður Jónsson tæknifræðingur hefur rennt muni úr tré síðan synir hans og fjölskyldur þeirra gáfu honum trérennibekk í sjötugsafmælisgjöf. Hann vann um árabil hjá Ísal í Straumsvík en hætti þar sökum aldurs 2009.

„Ég renni allskonar muni úr tré, eins og fugla, kertastjaka, box, bjöllur, lyklakippur og svo framvegis,“ segir Jón Þórður og hann leggur áherslu á að viðurinn fái að njóta sín og að eiginleikar trésins komi í ljós í gegnum munina. Hann vinnur í bílskúrnum heima og hefur komið sér vel fyrir. „Ég geri þetta mest ánægjunnar vegna og að sjálfsögðu er gaman þegar einhver kaupir. Einnig fer mikið í tækifærisgjafir og jólagjafir. Ég hef haldið sýningu í bílskúrnum sem gekk mjög vel og ég ætla að halda aftur sölusýningu í vor. Ef til vill fer ég með munina mína í handverkssöluna á Króksfjarðarnesi í sumar og verð með þá á ferðalögum í húsbílnum okkar.“

Viðtalið í heild sinni má lesa í 5. tbl. Vikunnar sem kemur í verslanir fimmtudaginn 1. febrúar 2018.

Jón Þórður er á Facebook undir Smiðja Jóns Þórðar.

Texti / Ragnhildur Aðalsteinsdóttir
Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -