Toppslagurinn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins er að harðana. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra auglýsa hvort í kapp við annað. Áslaug leggur áherslu á að kjósendur velji framtíðina en Guðlaugur leggur áherslu á reynslu og laumar því inn hjá kjósendum að dómsmálaráðherrann sé nýliði í stjórnmálum. Guðlaugur hefur sumpart staðið sig ágætlega sem utanríkisráðherra. Framan af var hann þó afar stirðmæltur á enska tungu, eins og kom glöggt fram á fundi hans með Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, forðum. En hann hefur slípast eitthvað til í þeim efnum og sýnt að hann hefur sótt sér þekkingu. Spennan er nú um það bil í hámarki en flestir telja að Áslaug Arna muni sigra og leið hennar á formannsstól opnist enn betur. En það getur allt gerst. Guðlaugur þykir vera afar slóttugur þegar kemur að pólitískum neðanjarðarslag …