Kata nokkur, íbúi í Reykjanesbæ, segir farir sínar síður en svo sléttar eftir viðskipti við veitingastaðinn Antons Mamma Mia í gærkvöldi. Ekki aðeins komu pizzurnar einni og hálfri klukkustund eftir pöntur heldur þótti henni þær vera ómerkilegar fyrir hátt verð.
Kata greinir frá óánægju sinni í fjölmennum hópi mataráhugafólks á Facebook, Matartips!. Reynslunni lýsir hún með eftirfarandi hætti:
„Ef ykkur langar í djúsí pizzur með kg af pizzasósu og smá áleggi skellið ykkur á antons mamma mia eða pantið á kvöldi til. Get ekki mælt með, borgaði 490 kr fyrir extra lauk, það er nánast enginn laukur og einn og einn sveppur og sjáiði metnaðinn í parma pizzunni heilar 3 sneiðar af parmaskinku,“ segir Kata sem kvartaði við veitingastaðinn:
„Ég krafðist endurgreiðslu. Nei það var ekki hægt heldur bara afslátt og pantaði appelsín með pöntunni og fékk pepsi. Mér var sagt 35-40 min í bið, ég pantaði kl 20:35 og pizzan kom 21:50 !!!! Þetta er ekki boðlegt. 6080 kr fyrir 2 „vel úti látnar pizzur“, lítið hvítlauksbrauð , auka lauk og 2ltr vitlaust gos“
Þórður er ekki hrifinn. „Þetta lítur ekki út fyrir að vera matur, eitthvað hveitijukk á okurgjaldi,“ segir Þórður. Linda er hins vegar ósamnmála. „Hef nokkrum sinnum pantað hjá þeim og pizzurnar eru alltaf jafn góðar,“ segir Linda.
Gísli er líka ánægður viðskiptavinur. „Ég hef mjög oft verslað þarna, bæði pizzur og hamborgara, og þær hafa alltaf verið bara mjög djúsi og gott allt saman þannig að ég mæli 100 prósent með þessum stað!,“ segir Gísli.