- Auglýsing -
Sveinn Eyjólfur Tryggvason, 48 ára gamall, lést af slysförum síðastliðinn sunnudag í botni Patreksfjarðar. Hann lætur eftir sig eiginkonu og sjö börn.
Sveinn fæddist árið 1972 og var til heimilis að Sigtúni á Patreksfirði. Það var lögreglan á Vestfjörðum sem tilkynnti rétt í þessu um nafn hins látna þar sem fjölskyldu og aðstandendum öllum er vottuð dýpsta samúð.
Rannsókn á tildrögum slyssins er til rannsóknar hjá lögreglu og miðar vel samkvæmt tilkyningu.
Sveinn var úrskurðaður látinn á Landspítalanum síðastliðinn sunnudag eftir að hafa misst meðvitund í Ósa í botni Patreksfjarðar. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en var úrskurðaður látinn við komuna á Landspítalann.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum kom fram að Sveinn hafi misst fótanna og lent í sjálfheldu í straumi þar til nærstaddir komu til hjálpar. Endurlífgun var reynd á slysstað nærri samstundis en bar ekki árangur.