Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

Sandra upplifði taumlaust ofbeldi í fósturkerfinu: „Ég skar orðið „hóra” á handlegginn á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ofbeldið byrjaði nokkrum mánuðum eftir að ég var búin að koma mér fyrir í því sem kallað er „Styrkt fóstur” árið 2015. Þessar refsingar ekkert smávægilegar heldur harkalegar,“ segir McKenzie Sandra Ward sem send var í fóstur í Garð á Suðurnesjum 15 ára gömul. Kenzie, eins og hún er kölluð, er brotin eftir reynslu sína í fósturkerfinu og kallar eftir aðstoð við að ná fram réttlæti.

Ekkert barn má upplifa þetta

Hún segir hjónin sem hún var send til hafa verið mjög ströng og samúð með fósturbörnunum hafi verið engin.

„Þau létu okkur vita að þau hefðu engar tilfinningar gagnvart okkar vellíðan og heilsu. Refsingarnar sem ég þurfti að þola í næstum fjögur ár voru með þeim verstu sem ég gæti hugsanlega nokkurn tímann upplifað og eitthvað sem ekkert barn né unglingur ætti að þurfa að þola”.

Kenzie, segir fyrstu vikurnar sem hún byrjaði í nýja grunnskólanum hafa gengið rosalega vel, hún hafi eignast vini, sinn fyrsta kærasta og henni komið vel saman við krakkana á heimilinu.

„En fósturforeldurunum leist ekkert á það hvað mér hafði tekst að koma mér vel af stað þannig að þau kölluðu eftir fundi niður í skólanum ásamt umsjónarkennara mínum og skólastjóra. Sögðu að það það þyrfti að fylgjast með mér. Daginn eftir var eins og helvíti hefði opnast. Krakkarnir byrjuðu að uppnefna mig: Þjófur, hóra, tussa, belja og fleira, hættu að tala við mig, og vildi enginn neitt með mig hafa“.

- Auglýsing -

Hótanir og refsingar daglega

Kenzie frétti þá að umsjónarkennarar hefðu kallað til fundar með nemendum sem henni var ekki sagt frá.

„Þar komust þessar lygar komist af stað, af hverju veit ég ekki”.

- Auglýsing -

Hún fór grátandi heim og leitaði til fósturmóður sinnar sem hafði engan skilning á aðstæðum hennar. „Hún rúllaði augunum og sagði „nú, og hvað?“ og ég stóð algjörlega miður mín og rugluð á svari hennar. Næst sagði hún mér að hætta að vera með stæla því annars yrði fósturpabbi minn látinn vita og myndi hann refsa mér. Þessa hótun fékk ég daglega”.

Hún segir fósturforeldrana hafa komið afar vel fram við sín eigin börn er börnin í kerfinu, fósturbörnin, fengur gjörólíka framkomu. „Það var aldrei jafnrétti á þessu heimili”.

Fósturforeldrarnir settu upp þjófarvarnarkerfi á allar herbergishurðar og útidyrahurðar og létu fósturbörnin vita að í hvert einasta skipti sem þau vöknuðum á næturnar til þess að fara á klósettið væri fylgst með þeim. Þau kæmust ekkert án þess að með þeim væri fylgst.

„Þau margoft bönnuðu mér litla hluti eins og að fá símatíma með mömmu minni, að borða, lesa bækur, eða  tala við hina krakkana á heimilinu. Og þetta versnaði enn meira þegar ég byrjaði í fjölbrautarskóla”.

Neydd í fóstureyðingu

Hún eignaðist þrjá kærasta í  fjölbrautarskólanum. „Þau skemmdu öll samböndin mín með því að hringja í foreldrana þeirra og ljúga öllu uppá mig, meðal annars hversu klikkuð eg væri. Ég átti samt alvöru vinkonur sem vissu að þetta væri allt saman rugl og þekktu mig inn að beini”.

þau neyddu mig í fóstureyðingu

Fyrsta árið í fjölbrautarskólanum gekk vel að sögn Kenzie en að breyttist hratt þegar kom að öðru árinu. „Ég varð ólétt árið 2017 og þau neyddu mig í fóstureyðingu. Ég var aldrei spurð hvort að ég vildi eiga barnið, mér var einfaldlega sagt að ég ætti tíma í fóstureyðingu á Landspítalanum og ég neydd til að skrifa undir samþykki. Það var öskrað á mig að kærastinn minn vildi mig ekki, mamma mín vildi mig ekki og ég væri hælismatur. Mér var ennfremur sagt að ég væri að herma eftir dóttir þeirra sem sjálf var nýbúin að eignast barn. Dóttirin tók undir með foreldrum sínum og sagði mig heimska og ég hefði ekkert með barn að gera”.

Fósturforeldrar Kenzie brutu, að hennar sögn, allan trúnað við hana og það var ekkert til staðar lengur sem hét traust. . „Ég fékk nóg og ákvað að svara fyrir mig. Þá byrjuðu refsingar með klípum, ýtingum og særindum. Ég var orðin svo þjáð að ég byrjaði að skera mig. Ég hafði verið kölluð „hóra” svo oft að ég var farin að trúa því sjálf og skar orðið „Hóra” á handlegginn á mér til að geðjast þeim“.

Sálfræðingur braut allt traust

Kenzie hafði engan til þess að tala við og var ákveðið að senda hana til sálfræðings í Keflavík sem hún segir hafa verið hræðilega lífsreynslu.

„Hann braut allt traust sem ég reyndi að byggja upp milli okkar með því að hringja í fósturforeldrana mína eftir hvern einasta tíma og láta þá vita hvað við vorum að ræða og hvað ég hefði verið að segja. Versta líðanin og kvíðin var þegar ég beið eftir að þau sæktu mig. Þá var þögn í bílnum en þegar heim var komið görguðu þau á mig, kölluðu mig öllum illum nöfnum, að ég væri lygari, athyglissjúk og geðveik. Ég var sett í straff og tekin af mér vikuleg samtöl við mömmu mína“.

Fósturmóðir Kenzie talaði reglulega við móður hennar.

„Hún laug að ég hafi verið að stela, að hórast í Keflavík, að ég væri að dópa og haga mér illa, ég væri með hegðunarvandamál og berði systur mína. Hún gætti þess að láta mig heyra allt sem hún sagði og ég gat ekkert gert nema sitja grátandi því ég gat ekki talað við mömmu mína til að leiðrétta lygarnar“.

Hundsuð af barnavernd

Það var komið upp fleiri öryggismyndavélum til að fylgjast með Kenzie. „Ég var búin að fá nóg og fékk aðgang að tölvu í skólanum til að senda póst á barnavernd og kalla eftir hjálp fyrir mig og systur mína. Barnavernd hundsaði mig aftur á móti algerlega“.

Þá byrjaði það sem Kenzie kallar alvarlegasta atvikið í fóstrinu.

„Ég mátti ekki hafa síma og þegar hún komst að því að ég hafði fengið aðgengi að tölvu í skólanum var leitað á mér að síma hvern einasta morgun og aftur þegar ég kom heim úr skólanum. Þetta var gert fyrir framan alla í húsinu til að niðurlægja mig. Ég bað alla sem ég gat um hjálp en enginn vildi trúa mér því það var búið að blása út að ég væri geðbiluð”.

Það komu reglulega ný fósturbörn inn á heimilið og með því fyrsta sem gert var var að segja þeim að Kenzie væri geðveik, klámsjúk og mætti ekki tala við þau því annars yrði þeim refsað. Hún reyndi að leiðrétta lygarnar en var beitt meira ofbeldi í kjölfarið.

Fötin loðin af hestshárum

„Einn daginn kem ég heim og þá stendur hún í dyragættinni og gargar á mig „þú eyðilagðir þvottavélina og þurrkarann minn,“ sem ekki gekk upp því mér var bannað að nota þvottavélina, mér var ekki treyst til þess og gekk yfirleitt um í sömu fötunum. Þau keyptu sífellt ný tæki fyrir peninginn sem átti að vera til staðar fyrir okkur krakkana en hentu gömlu tækjunum úti bílskúr þar sem teppinn af hestunum þeirra voru þvegin. Þar var eina þvottavélin sem ég mátti stundum nota og voru öll fötin mín voru kafloðin í hárum og mig klæjaði endalaust úti eitt. Þeim var alveg sama. Þau stóðu og hlógu að mér. Ofast var mér síðan hent út í skúr og látin sitja þar á stólgarmi klukkutímunum saman”.

Herbergishurðin var tekin af hjörum hjá henni og þá sjaldan þegar hún fékk leyfi til að fara í sturtu eftir margra daga beiðni sáu allir hana nakta. Hún fékk aðeins nokkrar mínútur áður en henni var sagt að drulla sér út, hún væri að eyða vatni. „Ég mátti ekki fara á klósettið ein, hún fylgdi með mér og ég fékk bara nokkrar mínútur áður en mér var hent út. Hún naut þess að stjórna mér í einu og öllu og hún lét mig vita að hún hefði gaman að því”.

Kenzie mátti ekki tala við önnur börn á heimilinu, ekki horfa á þau, ekki lesa bækur, skrifa, borða né sofa á sama tíma og þau. „Fósturpabbi minn kom einnig oft með mjög óviðeigandi athugasemdir um líkama minn og lét mér líða hræðilega óþægilega”.

Gat ekki meira en gefst ekki upp

Fósturmóðir Kenzie tók hana á endanum úr skóla og setti hana í rækta stóran kartöflugarð. „Hún tók sjálf heiðurinn af honum þótt ég hefði verið alla daga úti í vonsku veðrir, fárveik við að búa til garðinn og þrífa hestaskít.”

Kenzie fór þvínæst í bæjarvinnuna þar sem fósturforeldrar hennar sögðu flokkstjóranum að hún væri hóra og það bæri að forðast hana. „Ég var niðurlægð á allan mögulegan hátt”.

Kenzie gat ekki meira. Hún var brotin. „Þetta sumarið skreið ég útum gluggann minn og hljóp í burtu og leit aldrei til baka”.

Í dag er Kenzie stolt móðir 17 mánaða telpu og stefnir á sjúkraliðanám. Hún varar við kerfinu sem braut hana niður í rúm þrjú ár. Hún hefur leitað réttar síns hjá lögreglu og en finnst málin ganga hægt fyrir sig. Hún kallar eftir hjálp en hefur þó ekki gefið upp vonina.

„Ég mun aldrei gefast upp,” segir Kenzie.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -