Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-9 C
Reykjavik

Hælisleitendur á sóttvarnarhótel – „Við treystum ekki Útlendingastofnun því þeir ljúga svo oft “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hælisleitendur sem greindust með Covid-19 og allir úr tveimur byggingum á vegum Útlendingastofnunar hafa verið fluttir á sóttvarnarhótel. Mikil óvissa hefur ríkt á meðal hælisleitenda í dag. Þórólfur Guðnason sóttvarnalænkir greindi frá hópsmitinu í dag.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir

 

Mannlíf hefur verið í sambandi við nokkra af þeim hælisleitendum sem eru hluti af á milli 50 til 70 hælisleitendum sem tengjast hópsmitinu sem greindist á meðal þeirra þann 4. júní. Mikil óvissa og ringulreið ríkti á köflum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar þegar hópsmitið kom upp. Flytja þurfti alla á sóttvarnarhótel til þess að hægt væri að hefja sótthreinsun á vistarverum fólksins. Um er að ræða tvær byggingar en hópsmitið virðist þó einungis tengjast annarri þeirra.

Útsýni eins úr hópnum sem er mættur á sóttvarnarhótel
Herbergið sem einn af viðmælendum Mannlífs mun dvelja á í tvær vikur nema eitthvað breytist með meðferð niðurstaðna Covid- prófa, að þær verði ekki notaðar til þess að senda fólk úr landi

 

 

Tengjast ekki hópsmitinu

- Auglýsing -

Eins og Mannlíf hefur fjallað um hafa hælisleitendur neitað að fara í Covid – próf en það skal tekið fram að þeir 18 einstaklingar sem nú eru á götunni eftir að hafa neitað Covid– prófinu tengjast þessari hópsýkingu ekki á nokkurn hátt.

 

 

- Auglýsing -

Vandi á höndum

Nú er hættan þó sú að þeir hælisleitendur sem tengjast þessu atviki og eru í stöðu þar sem hægt er að nota Covid– próf til þess að flytja þá úr landi, neiti því alfarið og eru margir sem hafa nú þegar neitað að gangast undir prófið á þessum forsendum. Þeir sem hafa tekið prófið þurfa að dvelja í viku á sóttvarnarhótelinu en þeir sem hafa neitað þurfa að dvelja þar í tvær vikur. Mannlíf hefur haft fregnir af því að til stendur að finna lausn á þessu vandamáli sem myndi þá gefa þeim einstaklingum færi á því að gangast undir Covid – próf án þess að hægt sé að nota það til þess að vísa þeim á brott. Viðmælendur Mannlífs vildu ekki láta nafn síns getið af ótta við að það hefði neikvæð áhrif á þeirra mál hjá Útlendingastofnun. Þetta sögðu þeir þó: „Við treystum ekki Útlendingastofnun því þeir ljúga svo oft “

 

Allir hressir

Enginn af þeim sem Mannlíf hefur talað við er með einkenni né hafa þeir verið nærri þeim sem smitaðir eru en allur er varinn góður og vonandi fá allir þeir einstaklingar Covid – próf sem ekki verður notað gegn þeim á nokkurn hátt. Það hlýtur að vera eðlilegur liður í því að rekja smit til dæmis að niðurstöður allra sem eiga í hlut liggi fyrir.

 

Hælisleitendur við Austurvöll að mótmæla brottvísunum til Grikklands

 

Mannlíf hefur fjallað um málefni hælisleitenda og mun halda áfram að fylgjast með og fjalla um tengd málefni. Hér að neðan má finna tvær fréttir er tengjast málefnum hælisleitenda.

 https://www.mannlif.is/frettir/haelisleitendur-neita-taka-covid-prof-thvi-annars-sendir-til-grikklands/

https://www.mannlif.is/frettir/iyad-jad-alah-sendur-a-gotuna-af-utlendingastofnun-eg-er-ungur-en-mer-lidur-eins-og-eg-se-gamall/

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -