Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra er að komast á endastöð í pólitík eftir nokkuð farsælan feril. Hann naut um árabil vinsælda og var um tíma talinn formannsefni í Sjálfstæðisflokknum. En svo kom Samherjamálið með ásökunum um mútur, skattsvik og fleira. Kristján dróst inn í það sem fyrrverandi stjórnarformaður og frændi eigendanna. Samherjamenn kynntu ráðherrann enda sem sinn mann fyrir nígerískum samstarfsmönnum sem nú eru sumir hverjir í fangelsi vegna Samherjamálsins. Kristján Þór hefur verið þögull um framferði sinna manna en opnar sig í Mogganum og ber hönd fyrir höfuð sér og segist hafa ráðlagt Samherjamönnum að „gera hreint fyrir sínum dyrum“ en það hafi fyrirtækinu ekki tekist. Þá segir ráðherrann vont að umræðan um Samherja smiti út frá sér og hafi neikvæð áhrif á sjávarútvegsinn í heild sinni …