Titringur er á meðal Sjálfstæðismanna í Kraganum vegna prófkjörs um helgina. Ekki er vafi á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, heldur oddvitasætinu. Meiri óvissa ríkir um þá sem vilja standa við fótskör leiðtogans umdeilda. Bryndís Haraldsdóttir, alþingismaður úr Mosfellsbæ, var færð upp listann seinast með handafli til að slá á mesta hrútaþefinn á listanum. Hún hefur verið áberandi og vinsæl á kjörtímabilinu. Dómarinn Arnar Þór Jónsson kom eins og stormsveipur inn í baráttuna og vill fá annað sætið. Hann nýtur góðs af blóðböndum við Ellert Schram og þar með tengslum við gamla valdaætt í flokknum. Hann þykir vera skeleggur í framgöngu. Þá vill Vilhjálmur Bjarnason komast aftur á þing. Tveir miðaldra þingmenn á niðurleið, Óli Björn Kárason og Jón Gunnarsson gætu átt erfitt uppdráttar í þeirri sláturtíð sem ríkir í flokknum þar sem hver þingmaðurinn af öðrum er sendur til hinna pólitísku himna …