Þriðjudagur 26. nóvember, 2024
0.9 C
Reykjavik

Bjössi hætti í löggunni og stofnaði Vopnabúrið: „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Starfsfólkið er drekkhlaðið og málafjöldinn per haus gríðarlegur innan allra stofnana kerfisins sem koma að velferð barna. Viljinn er til staðar en það er engin leið að fylgja öllum þessum börnum eftir og oft fá þau litla sem enga hjálp fyrr en allt er komið í kalda kol,” segir Björn Már Sveinbjörnsson Brink, félagsráðgjafi, lögreglumaður og einkaþjálfari.

Hvað verður um þessi elskulegu börn?

Björn, eða Bjössi eins og hann kallast, var lögreglumaður í áratug.

„Ég fór að starfa innan tilraunverkefnisins „Að halda glugganum opnum” þar sem félagsþjónustan og lögreglan tóku höndum saman um að leita úrræða í heimilisofbeldismálum. Ég varð vitni að miklu úrræðaleysi gagnvart börnunum, sá mörg þeirra tekin af heimilunum og ég gat ekki hætt að hugsa um hvað yrði um þessi elskulegu börn. Ég fékk bara geggjaðan áhuga á að hjálpa þeim”.

Tómstundirnar spanna vítt róf og er ótæmandi listi þar sem lögð er áhersla á að finna styrkleika og áhugamál sem skjólstæðingar brenna fyrir og því veitt enn frekari athygli þar sem þeir fá alla þá aðstoð sem hægt er að veita.

Svo fór að Bjössi ákvað að einbeita sér að aðstoð við börn, fór í frekara nám og varð félagsráðgjafi árið 2018. Hann segist í starfi sína hafa horft upp á að þörfum barna sé ekki mætt, biðtími eftir aðstoð sé langur og kerfið þungt og fullt skriffinsku. Viljinn sé fyrir hendi en fjármagnið vanti.

Finna og næra styrkleikana

- Auglýsing -

„Ég vildi færa þjónustuna nær börnunum, inn á heimilin og í skólana og geta gefið hverju barni þá þjónustu sem það þarf og ekki síst, vill. Það þarf að sérsníða þjónustuna fyrir hvert barn fyrir sig, finna styrkleika þess og næra þá. Börnin þurfa að finna að þau séu við stjórnvölinn í eigin lífi, þeim sé mætt á jafningjagrundvelli og fái þá athygli sem þau eiga rétt á til að styrkja sjálfsmynd sína og sjálfsöryggi. Það þarf að finna rétta farveginn til að kalla fram jákvæða hegðun og leggja af neikvæða hegðun“.

Bjössi brennur fyrir velferð barna.

Í kjölfarið stofnaði Bjössi Vopnabúrið þar sem þjónustunni er skipt upp á tvo vegu,  annars vegar styrkingu og hinsvegar inngrip.

Í Vopnabúrinu er fundin úrræði sem sérsniðin eru að hverju barni. „Enginn er góður í öllu en það ber að faðma það sem gott er í barninu og búa styrkleikum þess farveg til að vaxa og dafna“.

- Auglýsing -
Lögð er áhersla á mikilvægi heilbrigðrar hreyfingar í starfinu.

„Lykilatriðin er traust, virðing og auðmýkt, sem eru kjörorð og gildi Vopnabúrsins“.

Dagurinn á morgun er nýtt tækifæri

„Foreldrar standa oft uppi ráðalausir og þá er gott að fá inn fagaðila til hjálpar, einstakling sem hjálpar foreldrum og barni að finna réttu leiðirnar. Við gerum svonefnda dagssamninga við börnin og eru þeir einstaklingsmiðaðir en skiptast í nauðsynlegar og  eru þær athafnir sem er barninu fyrir bestu þar sem velferð og heilsa er fremst í flokki. Getur verið lyfjainntaka, mæta í skólann, heimalærdómur, þrífa eigið herbergi osfrv. Mögulegar athafnir er aftur á móti hreyfing eða borðspil.Hann segir enga tvo samninga eins og enginn samningur sé ritaður í stein. Þeim megi alltaf breyta.

Útiverann og nærverand við dýrin gera öllum börnum gott.

„Dagurinn í dag kemur ekki aftur en dagurinn á morgun kemur með ný tækifæri, nýrri sorg, nýrri gleði, nýrri reiði og nýrri hamingju. Barnið þarf að læra á bera ábyrgð á eigin lífi á hverjum degi og þarf til þess leiðarvísi sem við sérsníðum að hverju þeirra fyrir sig“.

Ráðgjöf, styrking og eftirlit

Bjössi segir mikla áherslu vera á grunnþörfunum; næringu, svefni og hreyfingu enda er hann einkþjálfari og mikill áhugamaður um heilsusamlega hreyfingu.

„Svo þarf að ramma inn utanumhald yfir þessar hversdagslegu athafnir og daglega dagskrá, eins og mæta í skóla, gera heimavinnu, taka lyfin sín og svo framvegis. Þau fá síðan bónusstyrki fyrir það sem er utan þessa nauðsynlega ramma og það getur verið hvað sem er; vinna í tölvunni, hjálpa til við að gera pizzu eða við aðstoða við heimilisþrifin“.

Starfmenn Vopnabúrsins fylgja skjólstæðingum sínum og foreldrum eða forráðamönnum þeirra náið á för þeirra til betra lífs. Þau sinna ráðgjöf og styrkingu innan heimilins, eftirliti fyrir fagaðila, aðstoða við upplýsta ákvarðanatöku og vinna náið með barni og fjölskyldu að skaðaminnkandi hegðun.

Olnbogabörnin

Inngrip er einnig þjónusta sem boðið er upp á og er þá horft til olnbogabarnanna sem hvergi virðast passa inn í kerfið vegna neyslu og vímu. „Við mætum hverju barni á jafningjagrundvelli og leggjum áherslu á að mæta þeim þar sem þau eru í núinu. Barnið þarf að vera reiðubúið að koma sér af þeim stað sem það er búið að koma sér á breyta farveginum í lífi sínu.

Fjöldi ungmenna hefur áhuga á akstursíþróttum.

Lykillinn er að viðkomandi geri þetta fyrir sjálfan sig, læri að elska sjálfan og finni köllun í eigin hjarta. Þau eru oft full skammar yfir hafa valdið fjölskyldu áhyggjum og skaða. Mörg hafa tekið sig á tímabundið á röngum forsendum, þau hafa oft gert það vegna samviksubits í garð fjölskyldunnar, frekar en að eigin vilja. Þá vilja þau því miður enda aftur á sama stað.

Þau þurfa að verða edrú fyrir sjálfann sig en ekki aðra. Að læra elska sjálfan sig svo viðkomandi geti elskað aðra og verið til staðar fyrir aðra“.

Hvað með hin börnin?

Bjössi brennur fyrir börnunum og hefur opnað styrktarsíðu til að stækka við starfsemina svo að fleiri börn geti nýtt sér þjónustuna. „Börnum er vísað til okkar af fagaðilum sveitarfélaga, svo sem barnavernd, fjölskyldu- eða stoðþjónustu en við erum einnig að vinna fyrir foreldra sem kaupa þjónustuna beint. Sjálfum finnst mér óásættanlegt að aðeins þeir hafi það fjárhagslegt bolmagn geti leitað til okkar. Hvað með hin börnin?”

Hann leitar uppi aðila sem henta áhugasviði og styrkleikum hvers barns og hafa áhuga á að aðstoða við að styrkja þá hæfileika sem börnin búa yfir.. Vopnabúrið hefur fengið í lið með sér fagaðila úr hinum ýmsum úr samfélaginu m.a. Tónlistarskóla Reykjavíkur, Púlz, Hjólabrettaskóla Reykjavíkur, bardagaíþróttafélaginu Mjölni og Hjólakraft.  svo fátt eitt sé nefnt.

Hann kallar eftir fleiri samstarfsaðilum á sviði tómstunda og leitar til að mynda eftir akstursíþróttafélögum í samstarf. Starfsemi Vopnabúrsins er stöðgt að aukast svo Bjössi leitar að stærra húsnæði og kallar eftir hugmyndum.

„Við fengum til dæmis inn til okkar dreng sem átti erfitt en við komumst að því að hann hafði gaman af tónlist, sérstaklega rappi. Ég vippaði upp litlu stúdíói sem við settum upp í horninu og þvílíkir hæfileikar sem þarna eru til staðar! Kannski erum við búin að finna næstu tónlistarstórstjörnu Íslands.”

Fer alla leið

Bjössi hvetur alla til að vera með hjartað á réttum stað. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn, gömul klisja en samt svo rétt. Ef við stöndum saman náum við að lyfta grettistaki. Ég vil líka stóraukið samstarf þeirra sem eru að vinna með börnum í vanda og veltast um í kerfinu, að við vitum hvort af öðru og getið tekið höndum saman. Ég hef þá trú að við getum allt ef við stöndum saman“.

„Ég er tilbúinn að fara alla leið fyrir blessuð börnin. Næst stefni ég á fund með ráðherra. Ég hætti ekki fyrr en hann tekur á móti mér! Og einfaldlega hverjum þeim sem er annt um börnin okkar og hafa vilja og getu til að hjálpa,” segir Bjössi ákveðinn.

Meira um Vopnabúrið á heimasíðu þess og Facebook.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -