Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Auður viðurkennir að hafa farið yfir mörk: „Blindur á hvernig ég var hluti af vandanum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Auður sendi frá sér formlega yfirlýsingu á Instagram-síðu sinni fyrir fáeinum mínútum síðan. Hann viðurkennir þar að hafa farið yfir mörk konu í samskiptum árið 2019. Þar segir Auður að hann hafi ekki áttað sig á því að hann hefði farið yfir mörk konunnar fyrr en síðar og að hann hafi reynt að axla ábyrgð, bæði gagnvart konunni og með sálfræðiviðtölum sem honum hafi verið bent á af Stígamótum.

„Við fækkuðum ekki fötum“

„Upplifun konunnar er það sem skiptir máli,“ segir tónlistarmaðurinn í yfirlýsingu sinni. „Samkvæmt hennar frásögn spurði ég „má ég“ og „líður þér óþægilega“ en var samt ágengur. Við fækkuðum ekki fötum en hefðum átt að hætta fyrr.“

Hann segir konuna hafa hvatt sig, bæði gegnum samskiptaforritið Messenger og Instagram, til að nýta þann vettvang sem tónlistarmaðurinn hefur til að taka ábyrgð á eigin hegðun. „Allt frá því að þetta mál kom upp hef ég verið miður mín því ábyrgðin er öll mín,“ segir Auður jafnframt í yfirlýsingu sinni. „Ég er þakklátur fyrir þau samtöl sem ég hef átt við fagaðila í kjölfarið. Vegna þeirra hef ég áttað mig á því að ég hef ekki alltaf virt mörk.“

Og tónlistarmaðurinn heldur áfram og segir í yfirlýsingu sinni: „Ég er staðráðinn í að læra meira af þeirri umræðu sem hefur verið í gangi, bæta hegðun mína og koma út úr þessu sem betri maður.“

Rætnar sögusagnir

Auðunn segir flökkusögur þær sem hafa flögrað á Twitter undanfarnar vikur eiga sér rætur að rekja til rætinna sögusagna. „Undanfarið hafa hins vegar flökkusögur um alvarleg afbrot farið á flug á Twitter sem eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Ég vona að flestir sjái að svo sé.“

Auðunn segir óvíst hvernig fari um næstu vikur og mánuði en að ljóst sé hins vegar að hann muni eyða drjúgum tíma í áframhaldandi sjálfsvinnu en tekur ekki fram hvort sú sjálfsvinna verði í höndum fagfólks á borð við sálfræðing sem Auðunn segir Stígamót hafa vísað sér til. „Ég fordæmi kynbundið ofbeldi og skammast mín fyrir að hafa verið blindur á hvernig ég var hluti af vandanum.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Auður (@auduraudur)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -