Flateyringar eru hugmyndaríkt fólk sem kann að gera allt það besta úr öllu. Margt hefur verið gert á undanförnum árum til gleðiauka og fólk er meðvitað um að fegurð er fullnægja.
Á Facebook má sjá þessa skemmtilegu mynd sem Sunna Reynisdóttir skólastjóri tók af blómaskreytingu á staðnum.
Í umræðum lýsa þorpsbúar ánægju með þessa nýtingu á fjölmörgum holum sem gatnakerfi bæjarins státar af.
Fjöldi íbúa hafa lýst sig reiðubúna til frekari holuræktunar svo úr verði blómleg breiðstræti sem gleðja munu íbúa sem ferðafólk. Enda nóg af götóttum götum í boði bæjarstjórnarinnar sem situr á Ísafirði.
Jafnvel hefur komið til tals að planta trjám í nokkrar holur svo úr verði lífrænar hraðahindranir. Þrátt fyrir að götur séu að miklu leiti ein allsherjar hraðahindrun ef marka má myndina.
Að lokum er nefnt að bæjarstjórnin geti komið í sunnudagsbíltúra á blómagötunum.