Laugardagur 4. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Rennandi blautir húka í endalausri biðröð í von um bólusetningu: „Ég vorkenni fólkinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bagaleg biðstaða ríkir utan við Laugardalshöll nú, en röð er beggja vegna byggingar. Önnur röðin byrjar á Suðurlandsbraut og teygir sig niður að íþróttahöllinni en hin röðin hefst hjá hundagerðinu í Laugardalnum.

Kvef í skiptum fyrir Covid-bólusetningu virðast valkostir utan við Laugardalshöll einmitt núna; myndina tók Sædís.

Sædís Hrönn Haveland er ein fjölmargra borgarbúa sem nú bíður utan við bygginguna og segir fólk vera orðið mjög þreytt að sjá. „Ég er löngu búin að fá bólsetningu sjálf, þar sem ég er í forgangshópi en ég ók nágranna mínum fyrr í dag að Höllinni og er búin að bíða í ríflega klukkutíma núna. Ég vorkenni fólkinu í röðinni mjög og finnst þetta eiginlega skítt“.

Sædís Hrönn Haveland segir hellidembu við Höllina núna og áhyggjuefni hversu þreytt fólk á leið til bólusetningar er orðið

Sædís segir marga vera illa klædda eftir veðri en hellirigning er á höfuðborgarsvæðinu einmitt núna. Ellefu stiga hiti var í Reykjavik á hádegi, en talsverð úrkoma er núna og gengur í norðanátt með 6 – 9 metrum á sekúndu. „Þetta er ægileg staða,“ segir Sædís. „Maður er hér að sjá fólk í peysum og rétt áðan sá ég bregða fyrir konu sem var íklædd kjól í biðröðinni. Ég er eiginlega í sjokki og það er komin mikil þreyta í fólk. Mér skilst að röðin sé komin upp að Glæsibæ.“

Svartklæddi öryggisvörðurinn útdeilir grímum til þeirra sem bíða nú í regnblautri röð við Höllina. Mynd: Sædís Hrönn.

Lítið virðist í stöðunni annað en að iðka þolinmæði en Sædís bíður nú nágrannans ásamt dóttur hans, varin regni í skjóli bifreiðar „Fólk er bara orðið rennandi blautt hérna í biðröðinni. Þegar ég fór í bólusetningu gekk ég bara beint inn í Höllina og fékk sprautuna. En að sjá löngu röð hérna og það í hellirigningu, það er óforsvaranlegt.“

Hér má sjá myndband af stöðunni utan við Laugardalshöllina núna:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -