Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Birgir Breiðdal vill nota fótboltann til að stuðla að betri heimi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ungar íslenskar fótboltakonur fengu það frábæra tækifæri að stunda nám í alþjóðlegum heimavistarskóla á Spáni og iðka jafnframt íþrótt sína af kappi.

TNGS (The Next Generation Sports) er alþjóðlegur heimavistarskóli í Valencia á Spáni. Skólinn hefur verið starfræktur í sjö ár og býður meðal annars upp á einstaklingsmiðaða þjálfun í knattspyrnu, nám á framhaldskólastigi og í lífsleikni. Mikil áhersla er lögð á að undirbúa unga leikmenn andlega og líkamlega fyrir framtíðina.

Nú er komið að stelpunum, en sett hefur verið á laggirnar kvennadeild innan skólans þar sem íslenskum stúlkum gefst tækifæri til að láta til sín taka. Unnið er að því að stofna lið sem mun taka þátt og keppa í spænsku deildinni næsta vetur, undir stjórn spænskra þjálfara. Birgir Breiðdal, yfirþjálfari stúlkna í U12 liði Þróttar, er umsjónarmaður verkefnisins.

Birgir nam arkitektúr í Mílano og starfaði m.a. lengi á Ítalíu, jafnt við fagið sem og gat hann sér gott orð sem myndlistarmaður. Hann hafði nóg að gera en fann sig aldrei almennilega í starfinu þar sem kyrrsetan og inniveran er mikil. Fjölskyldan ákvað að flytja aftur til Íslands árið 2009 og segja má að örlögin hafi þá gripið í taumana. „Rétt eftir að við fluttum heim vorum við í miðju hruninu. Þegar kreppir að eru arkitektar og myndlistarmenn auðvitað með þeim fyrstu sem missa vinnuna. Ég var í raun fyrir löngu búinn að teikna yfir mig og var tilbúinn að gera eitthvað annað,“ segir Birgir.

Dóttir hans var byrjuð að æfa fótbolta með Val og þegar kom að þjálfarafríi í félaginu var send út beiðni til foreldra, hvort einhver treysti sér til að taka við þjálfuninni í fríinu. Birgir ákvað að slá til og segist fljótt hafa fundið að þarna væri hann á réttri hillu. „Ég uppgvötaði nýjan hæfileika hjá sjálfum mér, að vinna með fólki, með krökkum. Á þessum tímapunkti snérist allt umtal í þjóðfélaginu um Icesave og raus um hrunið, en á meðan var ég úti að leika mér með krökkunum, sem var yndislegt.“

Árið 2011 byrjaði Birgir svo að starfa sem þjálfari hjá FRAM og tók síðan formlega við þjálfarastarfinu sem yfirþjálfari kvennadeildar Þróttar 2016. „Þegar ég byrjaði var ég kominn yfir fertugt en hefði viljað byrja fyrr. Ég vissi ekki almenninlega hvað ég vildi gera áður en ég byrjaði að þjálfa.“ Birgir á sjálfur ekki langan knattspyrnuferil að baki en að hans mati er það ekki grundvallaratriði. „Maður þarf ekki að vera besti fótboltamaðurinn til að vera besti þjálfarinn. Aðalmálið er að hafa mikinn áhuga, góðan leikskilning, lesa völlinn og taka góðar ákvarðanir. Ég á tvær dætur sem eru í liðinu sem ég þjálfa, en inni á vellinum gleymi ég því stundum. Þar eru þær ekkert öðruvísi fyrir mér en hinar stelpurnar. Mér þykir alveg jafnvænt um hinar og lít í raun og veru á þær allar sömu augum.“

Lestu viðtalið við Birgi í heild sinni í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar sem einnig má finna nánari upplýsingar um þetta spennandi verkefni.

- Auglýsing -

Texti: Margrét Björk Jónsdóttir

Myndir: Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -