Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Instagram-notendur sem vert er að fylgjast með

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýtt í Vikunni.

Instagram er stærsti samfélagsmiðill í heimi og virðist ekkert vinsældum hans. Það er alltaf gaman að uppgötva notendur sem veita innblástur og tímaritið Vikan hefur nú tekið upp nýjan lið þar sem mælt verður með áhugaverðum Instagram-notendum.

Guðlaug Katrín
@gudlaugkatrin

Guðlaug Katrín er 23 ára íslensk stúlka, búsett í Malmö. Instagram-aðgangur Guðlaugar er undir skandinavískum áhrifum en þar deilir hún m.a. myndum af heimili sínu, frá matargerð og daglegu lífi. Það er greinilegt að Guðlaug er mikil smekkkona en margar af myndum hennar eru eins og klipptar úr tískublaði.

 

 

- Auglýsing -

Sólveig Sveinbjörnsdóttir
@localicelander

Sólveig heldur úti aðganganginum Local Icelander. Þar deilir hún myndum af ferðalögum sínum en einnig spila fallegar náttúrumyndir frá Íslandi stórt hlutverk. Það er einstaklega gaman að sjá landið okkar frá þessu sjónarhorni, en myndirnar eru hver annari fegurri. Við fréttum að Sólveig hefði í hyggju að opna bloggsíðu fljótlega, svo það er vert að fylgjast með.

 

Unnur Eggerts
@unnureggerts

Það er alltaf gaman að fylgjast með Íslendingum „meika það“ erlendis en það virðist hún Unnur Eggertsdóttir sannarlega vera að gera. Unnur landaði nýlega hlutverki sem Marilyn Monroe í söngleik sem settur verður upp í Las Vegas og því vægast sagt spennandi tímar fram undan.

- Auglýsing -

 

Íris Tara
@iristara87

Förðunarfræðingurinn, bloggarinn og fagurkerinn Íris Tara heldur úti skemmtilegum aðgangi þar sem kennir ýmissa grasa. Þar deilir hún m.a. myndum af heimilinu en Íris er einstaklega lagin í því að grafa upp gersemar á nytjamörkuðum og gefa þeim andlitslyftingu. Synir hennar þrír spila einnig stórt hlutverk á myndunum og skal engan undra, enda heimsins mestu krútt.

Þessi grein er brot úr stærri umfjöllun sem finna má í nýjasta tölublaði Vikunnar.

Texti / Margrét Björk Jónsdóttir

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -