Skemmdarverk voru unnin á verkum listakonunnar Siggu Bjargar Sigurðardóttur á fimmtudaginn. Gestur sem sótti sýninguna heim tók sig til og spreyjaði yfir öll verk hennar með appelsínugulu spreyi.
Listakonan hafði málað verk sín beint á veggina og lagt ómælda vinnu í verkin svo ljóst er að sýning hennar er hefur hlotið mikinn skaða af þessu afhæfi mannsins. Sýning hennar sem staðsett er í Gerðubergi ber yfirskriftina „Stanslaus titringur“ hafði verið opin í fimm daga en sýningin átti að vera í boði hjá Gerðubergi út sumarið. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu en maðurinn sést á upptökum eftirlitsmyndavéla. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Hér má sjá nánari upplýsingar um sýninguna