Alþingi samþykkti í gær fjögur frumvörp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra. Öll frumvörpin tengjast málefnum barna og eru: Frumvarp um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, frumvarp um Barna- og fjölskyldustofu, frumvarp um gæða og eftirlitsstofnun velferðarmála og frumvarp um Greiningar – og ráðgjafastöð ríkisins. Að auki við frumvörpin fjögur var þingsályktunartillaga um Barnvænt Ísland samþykkt.
Ásmundur Einar hefur sett velferð barna í forgang í embætti sínu og er það ásamt margra ára vinnu félagsmálaráðuneytisins að skila árangri. Þetta eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið í þágu barna á Íslandi í áratugi. Forvitnilegt verður að fylgjast með verkefnunum og þeim bótum sem þær kunnu að skila til íslenskra barna og fjölskyldna þeirra.