Prófkjöri Sjálfstæðismanna lauk þannig að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hreppti 1. sætið, Jón Gunnarsson 2. sætið og Bryndís Haraldsdóttir 3. sætið. Einu breytingarnar á meðan á talningu atkvæða stóð var sú að Bryndís var um tíma í 2. sæti og Jón í 3. sæti, að öðru leiti hélt röðin í sæti sér nákvæmlega eins.
Loka tölur, alls voru greidd 4772 atkvæði og af þeim 64 ógild. 4708 gild atkvæði skiptust svona:
í 1. sæti með 3825 atkvæði í 1 sæti er Bjarni Benediktsson
í 2. sæti með 1134 atkvæði í 1-2 sæti er Jón Gunnarsson
í 3. sæti með 1616 atkvæði í 1-3 sæti er Bryndís Haraldsdóttir
Í 4. sæti með 1950 atkvæði í 1-4 sæti er Óli Björn Kárason
í 5. sæti með 2261 atkvæði í 1-5 sæti er Arnar Þór Jónsson
Í 6. sæti með 2617 atkvæði í 1-6 sæti er Sigþrúður Ármann