Verðlagseftirlit ASÍ var að gefa út verðkönnun er snýr að byggingavöruverslunum. Þar kemur í ljós að gríðarlegur verðmunur er á milli verslana. Yfir 100 prósent munur var á hæsta og lægsta verði fjölmargra hluta.
Könnunin var framkvæmd í verslun Byko Breiddinni, Húsasmiðjunni í skútuvogi, Bauhaus og Múrbúðinni Fosshálsi. Verðlagseftirlit ASÍ skoðaði verð á byggingarvörum, bílavörum, málningarvörum, verkfærum, efni í pallasmíði og algengum heimilisvörum.
Dæmi um verðmun sem kom fram í könnuninni:
198 prósent munur á fjöltengi
171 prósent munur á hefðbundnum strákústi
165 prósenta munur á þriggja metra HDMI snúru
177 prósent munur á sandpappír
46 prósent munur á hefluðu Lerki sem er notað í pallasmíði meðal annars
209 prósent munur á ryðfríum trjáskrúfum
Mannlíf hvetur neytendur til þess að kynna sér verðkönnun ASÍ áður en farið er út í að versla í byggingavöruverslunum, það getur sparað neytendum dágóðan skilding.
Hér má nálgast könnunina í heild sinni.