Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Plöntur sem hreinsa andrúmsloftið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grænar plöntur njóta mikilla vinsælda um þessar mundir, enda einstaklega sniðugar til að lífga upp á rými. En plöntur eru ekki aðeins augnayndi, heldur hafa margar hverjar góð áhrif á andrúmsloftið. Við tókum saman upplýsingar um nokkrar plöntur sem bæði gleðja augað og bæta loftgæði heimilisins.

 

 

Friðarlilja

Einstaklega falleg planta og auðveld í umönnun. Friðarliljan er samkvæmt NASA öflugasta plantan þegar litið er til hreinsunar andrúmsloftsins og aukins súrefnisflæðis innandyra. Við mælum með að minnsta kosti einni friðarlilju á hvert heimili.

 

- Auglýsing -

 

 

 

- Auglýsing -

 

Best á baðherbergið 

Bergfléttan hefur notið mikilla vinsælda á íslenskum heimilum undanfarið. Hún er sérlega

gagnleg inni á baðherbergi þar sem hún hreinsar meðal annars formeldanhýð og svífandi saurgerla úr loftinu.

 

 

 

Fíkus

Fíkusinn er þeim eiginleikum gæddur að hafa hljóðeinangrandi áhrif. Hann er því tilvalinn á skrifstofuna eða í önnur stór rými.

 

Indíánafjöður

Einstaklega auðveld í ummönnun og vilja sumir meina að Indíánafjöður sé ódrepandi planta. Hún hefur mjög jákvæð áhrif á loftgæði, en getur verið hættuleg sé hún innbyrt. Því skal varast að hafa hana í rýmum sem gæludýr eða ung börn hafa aðgang að.

 

Pálmi

Frábær leið til að jafna rakastig heimilisins eða skrifstofunnar. Pálma er hægt að fá í ýmsum stærðum og gerðum en allir eiga þeir það sameiginlegt að stuðla að auknu súrefnisflæði. Þeir krefjast heldur ekki mikillar umönnunar og eru því góður kostur fyrir þá sem hafa hug á að fjárfesta í sinni fyrstu plöntu.

 

 

 

Þessi grein birtist fyrst í 16.tölublaði Vikunnar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -