Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Gekk berserksgang í blokkinni – Maður í óminnisástandi á almannafæri- Leigubílstjóra ógnað

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íbúum fjölbýlishúss var brugðið þegar maður gekk þar berserksgang í sameigninni. Maðurinn var í annarlegu ástandi og fór ekki eftir fyrirmælum lögreglumanna um að láta af  hegðun sinni. Hann hélt áfram berserksgangi sínum í sameigna blokkarinnar að laganna vörðum viðstöddum og var með ógnandi tilburði við lögreglumenn. Hann var handtekinn og þá komst á ró í sameigninni. Berserkurinn var vistaður í fangaklefa þar til ástand hans batnar. Hans bíður að ná áttum og rifja upp djöfulganginn.

Maður nokkur lá hreyfingarlaus á jörðinni. Vegfarendur kölluðu lögreglu til. Við nánari athugun kom í ljós að maðurinn var ofurölvi og án meðvitundar af þeim sökum. Hann var vakinn úr óminnisástandi sínu. Eftir að lögreglumenn höfðu kannað lífsmörk hans og gengið úr skugga um að ekkert amaði að honum reis hann upp og hélt áfram för sinni, frjáls maður.

Annar maður í annarlegu ástandi var staðinn að því að ganga eftir miðri götu í veg fyrir umferð og stofna sjálfum sér í stórfellda hættu. Hringt var á lögguna en maðurinn var horfinn þegar lögregla kom á vettvang.

Enn einn í annarlegu ástandi var að angra viðskiptavini á veitingastað. Þegar lögreglumenn komu á vettvang, til að ræða við manninn og vísa honum í burtu, neitaði hann að gera grein fyrir sér og sína presónuskilríki. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn og færður á lögreglustöð. Eftir að hann gaf svo upp persónuupplýsingar og lögreglumenn höfðu rætt við hann var maðurinn frjáls ferða sinna.

Nokkru síðar kom leigubíll akandi að lögreglustöð með ofbeldisfullan farþegar í aftursætinu. Sá hafði í hótunum við bílstjórann sem gerði sér lítið fyrir og afhenti hann lögreglu.

Öryggisvörður í bílastæðahúsi átti i vandræðum með drukkinn einstakling sem neitaði að fara úr húsinu. Lögreglan leysti málið farsællega og fjarlægði manninn.

- Auglýsing -

Í Hanarfirði bar það til tíðinda að heilu fellihýsi var rænt af lóð eigandans. Hýsið var læst sem stöðvaði ekki þjófinn sem hvarf sporlaust með góssið.

Það vekur athygli að mikið var um ölvun og óróleika í miðri viku eftir að aðfaranótt þriðjudags var róleg. Mikið var um samkvæmishávaða og greinilegt að fólk var að gera sér dagamun um alla borg, þótt virkur dagur væri.

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -