Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Maður barði mannlausa bíla – Þjófur í annarlegu ástandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Maður í austurborginni var staðinn að því að vera að berja í mannlausa bíla. Vegfarendur tilkynntu um athæfi hans og brá lögregla skjótt við sem þugði þó ekki því maðurinn var farinn þegar lögreglumenn komu á vettvang. Hann  fannst ekki þrátt fyrir leit.

Samkvæmt lögreglu var þetta nótt hins annarlega ástands.

Starfsfólk hótels fékk aðstoð lögreglu við að vísa tveimur hótelgestum út sem voru ekki í húsum hæfir. gestirnir voru í annarlegu ástandi og til vandræða. Þeir yfirgáfu hótelið átakalaust eftir viðræður við lögreglumenn.

Á slysadeildinni í Fossvogi var maður, í annarlegu ástandi, sem lét öllum illum látum þar inni. Maðurinn lét ekki segjast og var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Þar er þess beðið að ástand hans batni.

Tilkynnt var um eld í bifreið við Arnarnesbrú. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn og er bifreiðin mikið skemmd. Engin slys urðu á fólki.

 Tilkynnt um innbrot í verslun. Innbrotsþjófurinn í annarlegu ástandi braust inn í verslun. Hann fannst seinna um kvöldið og sömuleiðis þýfið. Þjófurinn var vistaður í fangaklefa. Þar dúsir hann þar til hægt er að taka hann fyrir í skýrslutöku.

- Auglýsing -

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur. Tekið var úr honum  blóðsýni á lögreglustöð. Var þá ökumaðurinn frjáls að fara ferða sinna, fótgangandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -