Hinn ástsæli fréttamaður og fréttaþulur RÚV, Bogi Ágústsson, er ekki par ánægður með að Stöð 2 loki fyrir fréttir Danmarks Radio og hefur þetta um málið að segja:
„Stöð 2 hefur fullan rétt á að loka fyrir útsendingar á fótbolta, þau hafa jú keypt útsendingarréttinn,“ en þarna á Bogi við að Stöð 2 á einkaréttinn á beinum útsendingum frá Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir.
Einnig segir Bogi að „mér er ekki kunnugt um að Stöð 2 hafi útsendingarréttinn á TV-Avisen“ og bætir við:
„Illu heilli geta aðeins áskrifendur Stöðvar 2 séð fréttatíma þeirra, en varla mega þau loka fyrir fréttir Danmarks Radio.“
Bogi er með þessum orðum alls ekki að gagnrýna Stöð 2 fyrir að loka á efni „sem þeir eiga einkarétt á hér á landi, en ég vil fá mínar fréttir!“