Ólöf Nordal myndlistarkona var í dag við hátíðlega athöfn í Höfða útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur þetta árið. Hún tók við útnefningunni frá borgarstjóranum Degi B. Eggertssyni.
Útnefning borgarlistamanns er sérstök heiðursviðurkenning til listamanns sem með listsköpun sinni hefur markað djúp spor í íslensku listalífi. Ólöfu var veittur ágrafinn steinn; heiðursskjal og verðlaunafé.
Ólöf Nordal – sem er sextug að aldri – nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1981 til 1985; nam við Gerrit Rietvelt Academie í Hollandi 1985 í Bandaríkjunum; við Cranbrook Academy of Art árin 1989 til 1991 og svo við höggmyndadeild Yale háskóla frá 1991 til 1993.
Verk hennar hafa verið sýnd á mörgum helstu sýningarstöðum á Íslandi og einnig úti í hinum stóra heimi, enda er hún án alls vafa einn besti myndlistarmaður sem Ísland hefur af sér alið; einkasýningar hennar eru orðnar þrjátíu og fimm talsins og þá hefur hún tekið þátt í mörgum samsýningum um allan heim. Á síðasta degi ársins 2018 var Ólöf sæmd heiðursmerki hinnar íslensku Fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni; Riddarakross fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.