Það er ekkert nýtt undir sólinni að fólk undir aldri reyni með öllum ráðum og brögðum að komast inn á skemmtistaði, það er þó orðið talsvert erfiðara nú á dögum. Ungmennin virðast þó ekki deyja ráðalaus og fá hjálp frá myndvinnslumönnum til þess að eiga við rafræn ökuskírteini sín svo aldur þeirra virðist hærri. Vísir.is greindi fyrst frá.
Dyraverðir taka yfirleitt ekki eftir því að búið sé að eiga við skilríki sem ungmenni sína við inngang staðanna og því reynist það tiltölulega auðvelt fyrir ungt fólk undir lögaldri að komast inn á skemmtistaði.
Vegna samkomutakmarkana hefur ekki orðið vart við vandamálið fyrr en nú þegar skemmtanalífið er smám saman að komast í fullan gang aftur.