Verðkönnun Mannlífs leiddi í ljós að Heimkaup hefur hækkað verðið hjá sér umtalsvert á innan við þremur mánuðum. Skoðuð voru verð á 20 vörutegundum og höfðu 18 þeirra hækkað í verði. Vörurnar hækkuðu á bilinu 0,3 til 12,5 prósent.
Verðkönnunin að þessu sinni er samanburður á verði Heimkaupa þann 25. mars og 20. júní. Skoðaðar voru 20 vörur sem áður höfðu verið í könnun Mannlífs fyrir tæpum þremur mánuðum. Verð voru fengin af síðu Heimkaupa í báðum tilfellum.
Niðurstöður
Af þeim 20 vörutegundum sem skoðaðar voru hafði verð hækkað á 18 þeirra. Ein vara reyndist vera á sama verði og önnur á lægra verði.
Furðu vekur að oft erum við að sjá umtalsverðar hækkanir á ekki lengri tíma en raun ber vitni. Fjórar vörur höfðu hækkað gríðarlega mikið: Smjör um 8,9 prósent, Pepsi Max 2 lítra um 11,4 prósent, Ísey hreint skyr 170 gr um 10,1 prósent og Stellu rúgbrauð sem hækkaði mest eða um 12,5 prósent.
Kílóverð á banönum stóð í stað og íslensk gúrka lækkaði í verði um 4,6 prósent. Ein vara reyndist ekki vera til hjá Heimkaup þegar könnun var gerð og er hún merkt með X í töflu.
Hér að neðan er tafla með öllum upplýsingum.