Sunnudagur 5. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Kettir veiddir í gildrur í Borgarbyggð – Bæjarstarfsmenn hafa nú þegar „veitt” einn kött

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Auður Helgadóttir skrifar færslu inn á Facebook hópinn Kettir á Facebook, aðdáendur katta og allir dýravinir, þess efnis að Borgarbyggð sé farið að veiða ketti í gildrur. Auður býr á Hvanneyri og lausaganga katta er ekki bönnuð í Borgarbyggð.

„Ég bý á Hvanneyri og á unga læðu sem er inni á nóttunni. Hér eru nokkrir kettir enda algjör paradís. En hérna er einnig friðland fyrir fugla og því held ég minni litlu læðu inni eins lengi og ég get,“ skrifar Auður.

Þá segir Auður að fólk með fuglablæti, eins og hún kallar það, sé endalaust að kvarta undan lausagöngu katta, sem hún bendir á að sé þó ekki bönnuð í Borgarbyggð.

„Núna er svo komið að búið er að setja gildrur á svæðið til að veiða ketti. Já ég lýg því ekki, og það til dæmis í næsta húsi við mig.
Áhaldahúsið í Borgarbyggð kom með skilaboð um þetta og hefur nú þegar „veitt” einn kött.
Ég er að vísu ekki með leyfi, en það er í vinnslu.“

„Nú eru kettir, hundar fleiri dýr skilgreindir sem eign í lögum og ef einhver tekur kött og fer með hann þá er það hreinn þjófnaður“.

Hún kveðst skilja að vernda þurfi fuglana en veltir því fyrir sér af hverju fuglablætis liðið þurfi alltaf að hafa hátt þegar kattaeigendur voga sér að segja eitthvað. Auður segist vera orðin verulega þreytt á ástandinu og tekur það skýrt fram að hún sé ekki haldin fuglablæti.

Fólk lætur sitt ekki eftir liggja og svarar innleggi Auðar.

- Auglýsing -

Guðríður segir: „Nóg af fuglum til, er í sveit með þrjá ketti og það þagnar ekki fuglasöngurinn eða minkar fuglaskíturinn um allt þrátt fyrir það“.

Brynja segir: „Svo keyrir nú um þverbak þegar fólk er að monta sig af því hversu mörg egg það tínir meðal annars frá kríunni, hvar er fuglaverndarfólkið Þá. Á sjálf tvo inniketti sem fara út í bandi, og til að vera alveg hreinskilin þá held ég að ég þyrði ekki að eiga útiketti eins og sögusagnir herma, það virðist vera til ótrúlega vont fólk“.

Gunnhildur segir: „Nákvæmlega! Þessi umræða um ketti og fugla er óþolandi alveg hreint. Fólk sem argast mest út í kettina er pottþétt fólkið sem getur ekki hugsað sér að halda jól án þess að fá rjúpu sem það skýtur sjálft. En það er sko ekki í lagi þegar sveitarfélagið byrjar að veiða kettina.“

- Auglýsing -

Aldís segir: „Mér finnst fólk ekki gera sér alveg grein fyrir skaðanum sem útikettir geta valdið. Og hversu sjálfselskt það er að eiga útikött. Ég hef misst þrjá ketti. Einn úr eitrun, einn undir bíl og einum stolið af biluðum einstakling sem tók ketti og keyrði þá út fyrir bæjarmörk. Ég mun aldrei aftur eiga útikött, því það er ekki hættunar virði.“

Þá segir Auður ketti hafa valdið algjörri útrýmingu á 63 fuglategundum spendýrum og skriðdýrum.

„Af hverju eru þið að bíða þar til fleiri bætist í hópinn? Af hverju finnst ykkur það í lagi? Getur einhver gefið mér góðan rökstuðning af hverju það er gott og ókei að þessar 63 dýrategundir muni aldrei aftur sjást á fallegu jörðinni okkar?“

„Eins með það, af hverju er ókei að taka sénsinn að kötturinn deyr úti?

Af hverju vilja kattareigendur ekki taka ábyrgð á dýrunum sínum, og fara í vörn þegar fólk bendir þeim á að útikettir eru miklu líklegri að deyja ungir?

Ég væri vel til í að heyra einhvern reyna réttlæta útrýmingu þessara dýra og réttlæta af hverju það er allt í góðu að hleypa kettinum út án eftirlits (þegar það er hægt að venja á beisli og taum) þó það þýði að kötturinn eigi séns á að deyja öll skiptin sem hann stígur út úr dyrunum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -