Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Nótt innbrota og dópaðra ökumanna: Lífssýni tekin úr eftirlýstum ökumanni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

 Það hljóp á snærið hjá löreglunni þegar þeir gómuðu ökumann vegna gruns um að hann væri undir áhrifum fíkniefna. Hann var umsvifalaust sviptur frelsi sínu og færður á lögreglustöð. Þar kom á daginn að hann ætlaði að viðhafa nafnleynd og neitaði að framvísa skilríkjum. Við athugun fannst nafn hans og kom þá á daginn að maðurinn var eftirlýstur. Tekin voru úr honum lífssýni og hann síðan læstur inni í fangaklefa þar sem hann dúsir enn.

Þetta var nótt innbrotanna. Tilkynnt var um innbrot í bílskúr.  Reiðhjóli og verkfærum stolið. Þá var brotist inn í bifreið í bílastæðahúsi í Reykjavík. Rúða var brotin og verðmætum stolið. Brotist var inn í heimahúsi í Vesturbæ Reykjavíkur.  Loks barst lögreglu tilkynning um tvo vafasama menn sem fóru inn á byggingarsvæði í Kópavogi. Þegar þeir urðu varir við lögreglu reyndur þeir að komast undan á hlaupum en lögreglumennirnir höföu betur og þeir voru handteknir skammt frá. Þeir voru vistaðir í fangageymslu.

Glöggur borgari sá til tveggja þjófa og veitti þeim borgaralega eftirför og hringdi í lögreglu. Aðgerðin gekk upp. Þjófarnir voru handteknir af lögreglu og þeir vistaðir í fangaklefa

Drukkinn einstaklingur missti stjórn á sér í heimahúsi svo eignaspjöll hlutust af. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Hans bíður að vakna upp á gúmmídýnu og fara yfir sín mál.

Ýmis smærri mál rak á fjörur lögreglunnar. Tilkynnt um umferðaróhapp í Hvalfjarðargöngum. Lögreglumenn frá stöð 4, ásamt lögreglunni á Vesturlandi, fóru í málið. Göngunum var lokað í tvígang vegna þessa í gærkvöld.

Þá bárust tilkynningar um einkennilegt aksturslag á bifreið sem ók Suðurlandsveg til höfuðborgarinnar. Bifreiðin var stöðvuð í höfuðborginni. Ökumaður handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

- Auglýsing -

Lögregla og slökkvilið voru um miðnætti send að alelda sumarhúsi í Miðdal.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -