Rétt fyrir þinglok lagði Inga Sæland þingkona Flokks fólksins fram breytingartillögu við frumvarp er varðaði breytingar á lögum fasteignalána til neytenda. Tillagan var unnin í samstarfi með Hagsmunasamtökum heimilanna og hafa samtökin vakið athygli á ákaflega furðulegum niðurstöðum þessa máls. Tillaga Ingu var felld með 27 atkvæðum gegn 8.
Tillagan
Tillagan snerist um það að veita neytendum sem eru með verðtryggð húsnæðislán rétt til þess að geta breytt lánum sínum í óverðtryggð lán, án þess að þurfa að greiða fyrir það gjald sem telst íþyngjandi eins og staðan er núna. Að fólk sem hefur hug á að breyta húsnæðislánum sínum í óverðtryggð lán þurfi ekki að gangast undir nýtt greiðslu- og lánshæfnismat, enda ætti það alls ekki að þurfa þar sem greiðslubyrðin er ekki að hækka. Hagsmunasamtök heimilanna segja að þetta hefði orðið mörgum heimilum sem föst eru gildru verðtryggðra lána til hagsbóta, sérstaklega þegar verðbólgan er komin á flug.
Hagsmunasamtök heimilanna hafa meðal annars þetta um málið að segja:
„Það hefði átt að vera auðvelt að fá tillöguna samþykkta þar sem hún samræmdist stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og stefnu margra flokka sem hafa sumir haft afnám verðtryggingar á stefnuskrám sínum árum saman. Jafnframt felur hún hvorki í sér boð né bann líkt og hefur helst verið gagnrýnt af ýmsum andstæðingum afnáms verðtryggingar sem segjast aðhyllast “valfrelsi neytenda”. Þrátt fyrir stefnuskrár, fögur fyrirheit og loforð í tengslum við lífskjarasamninga um að taka markviss skref í átt til afnáms verðtryggingar, var tillagan felld með 27 atkvæðum gegn 8. Atkvæðin féllu alveg eftir flokkslínum og afstaða stjórnmálaflokka til að þess að veita neytendum valfrelsi um að afnema verðtryggingu húsnæðislána sinna liggur því fyrir eins skýr og hún getur orðið á þessu stigi “.
Fólkið í landinu verður að vera upplýst
Mannlíf tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna varðandi það að mjög mikilvægt er þegar Alþingiskosningarnar eru framundan að kjósendur séu upplýstir og meðvitaðir um það hvaða flokkar sáu til þess að þessi tillaga Ingu Sæland var felld. Með því að fella tillöguna eru þeir flokkar sem bæði sátu hjá og greiddu atkvæði gegn tillögunni að skerða valfrelsi neytenda á fjármálamarkaði og að valfrelsi neytenda byggist á jafnræði en ekki mismunun eftir efnahag.
Þessir flokkar greiddu atkvæði með tillögunni:
Þessir flokkar greiddu atkvæði gegn tillögunni:
Þessir flokkar sátu hjá :
Hér má sjá tilkynningu Hagsmunasamtaka heimilanna um málið.
Hér má sjá breytingartillöguna.
Hér má sjá frumvarpið.
Hér má sjá atkvæðagreiðsluna.