Föstudagur 22. nóvember, 2024
-1.6 C
Reykjavik

Haraldur stendur ekki við stóru orðin: Mjög skiptar skoðanir um ákvörðun hans í Valhöll

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og kunnugt er varð Haraldur Benediktsson í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi – tapaði stórt fyrir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformanni flokksins.

Haraldur hafði uppi stór orð fyrir prófkjörið. Sagðist ekki ætla að taka sæti á lista ef hann sigraði ekki. Sagði að það gæti ekki verið gott fyr­ir nýj­an odd­vita að hafa þann gamla í öðru sætinu.

Þessir úrslitakostir Haraldar fóru ekki vel í samflokkskonur hans. Og umdeildu orðum Haralds fyrir prófkjör var samkvæmt heimildum Mannlífs líkt við hótanir í garð samflokksfólks í kjördæminu. Og Haraldur sagður frekur og erfiður.

Niðurstaðan í prófkjörinu – annað sætið og að nýr oddviti tæki við af Haraldi – sem samkvæmt heimildum Mannlífs innan úr Valhöll- kom Sjálfstæðisfólki ekkert á óvart. Margir í flokknum héldu að Haraldur væri þar með hættur við framboð, enda sagðist hann ekki þiggja annað sætið ef hann tapaði sem og hann gerði.

Sömu heimildir Mannlífs innan úr Sjálfstæðisflokknum herma að afar skiptar skoðanir séu um hvort gott sé fyrir flokkinn að Haraldur haldi áfram og taki annað sætið.

Stóru orðin Haralds standa þó ekki lengur, enda oft sagt að vika í pólitík sé langur tími og að á þeim tíma geti allt gerst og breyst.

- Auglýsing -

Haraldur hefur því skipt um skoðun. Ætlar að þiggja annað sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum.

Eftir ákvörðun Haralds hefur hann sagts hafa á síðustu dögum móttekið fjölda áskorana um að þiggja annað sætið; að þar eiga í hlut stuðningsmenn hans í gegnum tíðina og óflokksbundið fólk sem sé annt um stöðuna á landsbyggðinni.

Haraldur segist ekki líta framhjá þeirri „staðreynd“ – sem hann túlkar svo – að þrátt fyrir tapið virðist vera eftirspurn eftir störfum hans á alþingi. Því lýsti hann yfir að hann sé búinn að kyngja stóru orðunum og fari í framboð.

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -