Miðvikudagur 18. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Harpa var kefluð, byrluð efni og misnotuð: „Ég var skilin eftir, bundin og blóðlaus í höndum.“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar Harpa var aðeins 11 ára gömul lenti hún í nauðgun, fyrsta stóra áfallinu sem breytti öllu í hennar lífi. „Þetta var leyndarmálið mitt og ég sagði engum frá,“ segir Harpa Diego sem er nýjasti viðmælandi hlavarps samtakanna Það Er Von.

Fannst hún ógeðsleg

Harpa Diego er mögnuð kona sem gengið hefur hlykkjóttan veg í gegnum lífið en alltaf stendur hún upprétt og setur upp bros. Líf Hörpu líkist að mörgu leyti kvikmyndahandriti. Hún átti góða æsku og var mikil pabbastelpa, var mikið hjá föðurömmu sinni og fékk gamaldags uppeldi og trúarlegt, eins og hún orðar það

Eftir árásina flutti Harpa til ömmu sinnar og leitaði huggunar í mat. Hún segist hafa orðið feitasti unglingurinn í skólanum, fundist hún ógeðsleg og einungis viljað vera með ömmu sinni og eldra fólki sem var gestkomandi á heimili þeirra.

Frá fyrirmyndamömmu til Bakkusar

Harpa byrjaði seint í neyslu hugbreytandi efna en áfengisneysla hennar hófst um 28 ára aldur, en fram að því var hún fyrirmyndar húsmóðir með þrjú börn, gift æskuástinni. „Hann var alkahólisti sem byrjaði að drekka mikið eftir vinnuslys og þá byrjaði ofbeldi líka. Ég ákvað einn daginn að prófa að drekka með honum. Þá horfði ég í spegil í fyrsta skipti og hugsaði með mér að ég væri kannski svolítið sæt,“ segir Harpa.

- Auglýsing -

Eftir skilnað við mann sinn fór Harpa á einu ári úr því að vera þessi fyrirmyndar húsmóðir í það að missa börnin frá sér. „Bakkus var stóra ástin í lífi mínu“.

Harpa fór einu sinni á Vog en féll stuttu eftir. Eftir að hafa misst frá sér börnin reyndi Harpa nokkur sjálfsvíg en segir Guð vaka yfir sér. Hún rifjar upp að hafa farið með 23. Davíðssálm í huganum þegar hún var barin.

Leiðin lá beint niður á við, hún fór í harða neyslu, vændi, stundaði erótískt nudd og lenti í hræðilegum áföllum.

- Auglýsing -

Vaknaði þrisvar í öndunarvél

Harpa tók mikla meðvirkni með sér út í lífið og kunni illa að setja fólki mörk. „Eftir eina meðferð flutti ég á Dyngjuna og í fór í AA, þar sem ég varð ástfangin”. Það leið ekki á löngu þar til hún flutti til mannsins, þrátt fyrir andstæðar ráðleggingar forstöðukonu Dyngjunnar og féllu þau í djúpa neyslu stuttu síðar. Harpa segir í viðtalinu hvernig neyslan þróaðist eftir þetta: „Hann kom einn daginn með poka af sprautum úr apótekinu og fór að sprauta sig, ég bað hann að sprauta mig líka. Þessi maður beitti mig miklu líkamlegu ofbeldi og vaknaði ég þrisvar í öndunarvél eftir árásir af hans hálfu og vart hugað líf. Í hvert skipti sat pabbi hjá mér“.

Harpa reyndi nokkrar meðferðir á þessum árum en þær gengu brösuglega. Í viðtalinu segir hún frá ófáum augnablikum, sem eru grátbrosleg, en hún var ofurseld hugbreytandi efnum og stoppaði ekki þrátt fyrir að liggja fyrir dauðanum.

Tjóðruð upp og misnotuð af mönnum í jakkafötum

Harpa segir frá atvikum þar sem hún bjó með manni á gististiheimili í Reykjavík. „Þarna var mér byrlað ólyfjan, ég fór að slefa og þá var ég tjóðruð upp. Ég sá hann svo taka við peningum frá venjulegum mönnum í jakkafötum. Þarna var mér misþyrmt, þeir gerðu við mig það sem þeim þóknaðist, var jafnvel lamin. Stundum var einn, stundum tveir menn og einu sinni þrír. Ég var alltaf bundin. Ég var svo skilin eftir, bundin og blóðlaus í höndum. Ég þurfti að míga og skíta á mig, þetta var það langur tími, meðan hann fór að djamma fyrir peninginn“.

Líf Hörpu hefur einkennst af stórum áföllum en hún náði sjálf 11 ára edrúmennsku en á þeim tíma bjó hún í 10 mánuði með son sinn í Kvennaathvarfinu.

Hún féll eftir 11 ár. „Eftir tvær til þrjár helgar var ég komin í leigubíl í apótek að kaupa sprautur og komin á sama stað, þetta fall var í 14 mánuði“.

Það má heyra alla sögu Hörpu og hvernig hún hefur helgað líf sitt að hjálpa öðrum sem þjást af fíknisjúkdómi á hlaðvarpi Það Er Von.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -