Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Leikmaður í „verkfall“ í leik Breiðabliks og FH – Samningi Björns Daníels hugsanlega rift

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það gengur hvorki né rekur hjá FH í fótboltanum. Eitt stig í síðustu sex leikjum er niðurstaðan og Logi Ólafsson þjálfari liðsins tók hinn margnotaða poka sinn eftir stórtapið gegn Breiðablik.

Eins og þetta hafi ekki verið nóg þá gerðist það ótrúlega atvik að hinn margreyndi Björn Daníel Sverrisson, fyrrum atvinnumaður og núverandi leikmaður FH, neitaði að koma inn á í stöðunni 4-0 fyrir Blika.

Björn Daníel spilaði frábærlega á síðustu leiktíð en hefur af einhverjum ástæðum vermt varamannabekkinn í flestum leikjum FH í sumar og hefur verið afar þungt yfir honum vegna þessa.

Hann hefur komið inn á sem varamaður í sex leikjum FH; öllum nema einum – þar til á sunnudaginn eftir hið örlagaríka stórtap gegn Breiðablik.

Ákveðið var að skipta Birni Daníeli inn á sem varamanni á 70. mínútu í vonlausri stöðu FH sem voru þá undir 4-0, sem urðu lokatölur leiksins örlagaríka.

Þá gerðist hið ótrúlega; Björn var ósáttur við að eiga fara á þessum tímapunkti í leiknum og neitaði skiptingunni – neitaði að fara inná. Slík atvik eru nánast óþekkt og varð Davíð Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari FH, ævareiður og skipaði Birni hastarlega að setjast á bekkinn.

- Auglýsing -

Líklegt er að atvik þetta muni hafa í för með einhverjar afleiðingar fyrir Björn Daníel – mögulega verður samningi hans við FH rift eða hann lánaður til annars liðs samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs.

En nú er það Ólafur Jóhannesson nýráðinn þjálfari FH sem fær þetta mál í arf og væntanlega mun hann kveða upp sinn dóm fljótlega; Ólafur er ekki þekktur fyrir að tala undir rós og enn þekktari fyrir að umbera ekkert kjaftæði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -