Föstudagur 22. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Hjólabrettakappi, hefðardama og hippi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóley Kristjánsdóttir er þekkt fyrir flottan fatastíl.

Sóley Kristjánsdóttir þeytir skífum í hjáverkum en hún starfar sem vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Sóley hefur lengi vakið eftirtekt fyrir frumlegt og skemmtilegt fataval en hún segist alltaf hafa haft gaman af tísku. Svo er hún líka með hænur í bakgarðinum.

„Mér finnst mjög skemmtilegt að klæða mig en stíllinn minn er afar fjölbreyttur, vinnufélagarnir hafa haft orð á því. Stundum er maður klæddur þannig að það vantar bara hjólabrettið, stundum er ég eins og hefðarfrú og stundum tekur hippinn völdin. Það fer allt eftir veðri og vindum en það er sem betur fer frjálslegur klæðnaður leyfður í Ölgerðinni. Efst á óskalistanum þessa stundina eru skór en ég er ekki mikil skókona og er eiginlega alltaf í sömu skónum. Lágbotna að sjálfsögðu þar sem ég lít á mig sem 180 cm risa.

Sóley segir hettupeysu klárlega vera skyldueign.

Aðspurð hvað allar konur verði að eiga í fataskápnum segir Sóley flotta og þægilega hettupeysu klárlega vera skyldueign enda séu þær klassík. „Ég er hætt að gera stórinnkaup í lágvöruverðsverslunum. Ég vil hugsa um umhverfið og kjör fólksins sem framleiðir þessi ódýru föt. Svo á ég mjög mikið af fötum og reyni frekar að finna nýjar samsetningar. Ég versla helst í Aftur en þar er mikil fegurð í framleiðslunni og allir fá greitt fyrir sína vinnu. Aftur hefur verið með endurvinnslustefnu alveg frá upphafi, í sennilega 20 ár, og endurvinnur efni úr eldri fötum. Mjög flott föt sem eldast ótrúlega vel,“ segir Sóley.

Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -