„Það er gott að búa í Kópavogi,“ drundi í honum, eins og gera mundi úr tröllunum í fjöllunum og urðu óhagganleg sannmæli eftir því sem leið á tímann sem Gunnar hafði mest áhrif í bænum,“ skrifar Davíð í minningarorðum um Gunnar Inga Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóra og alþingismanns.
Gunnar verður jarðsunginn frá Lindakirkju í dag kl. 13. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Vigdís Karlsdóttir sjúkraliði.
Fjöldi fólk hefur votta minningu Gunnars virðingu sína. „Gunni var harðduglegur, fylginn sér, barðist fyrir sinni sannfæringu, hafði gott hjartalag, var frændrækinn og ættrækinn og fylgdist vel með sínu fólki. Mikill er missir okkar allra. Takk fyrir samleiðina, elsku Gunni,“ skrifa þau Sigrún Bryndís, Karl Ágúst og Hafsteinn Hörður.
„Við þökkum þér fyrir að vera okkur sterk fyrirmynd, kenna okkur lífsins lexíur, vera ráðgjafi okkar í gegnum súrt og sætt en fyrst og fremst fyrir að vera okkar einlægi vinur og faðir. Við eigum eftir að sakna þinnar djúpu viskuraddar og hláturs um ókomna tíð,“ skrifa dætur Gunnars, þær Brynhildur og Agnes.
„Pabbi innrætti okkur gott vinnusiðferði. Hann var jafnréttissinnaður og gerði sömu kröfur til okkar og strákanna í sumarvinnunni hvort sem það var í vegavinnu eða að grafa skurði fyrir hitaveitulagnir. Hann hvatti okkur til mennta og að sækja fram í lífinu til jafns við stráka. Hann kenndi okkur að spyrja og greina kjarnann frá hisminu,“ skrifa þær systur ennfremur.
Gunnar var menntaður verkfræðingur og starfaði lengi sem slíkur. Gunnar var fyrsti varaþingmaður fyrir núverandi Suðvesturkjördæmi árið 1992, var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir sama kjördæmi frá 1999 til 2006. Bæjarstjóri Kópavogs frá 2005 til 2009. Gunnar var bæjarstjóri Fjallabyggðar frá 2015 til 2019 og var tímabundið sveitarstjóri Skaftárhrepps árið 2020. Gunnar rak jafnframt verkfræðistofuna Grundun og sinnti ýmsum ráðgjafarstörfum fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.
Gunnar gegndi fjölmörgum stjórnunar- og félagsstörfum, hann var m.a. formaður Verktakasambandsins frá 1986 til 1991, varaformaður þess frá 1985 til 1986, sat í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Íslands á árunum 1985 til 1992 og var varaformaður þess frá 1989 til 1992. Gunnar var oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi frá 1991 til 2009, formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar frá 1991 til 2005. Auk þess gegndi hann formennsku í stjórn LÍN frá 1991 til 2009.
Gunnar var mikill áhugamaður um brids og skák, skipulagði mót og keppti sjálfur.
Auk útfarar frá Lindakirkju kl. 13 verðu streymt frá henni Samskipahöllinni í Spretti svo og á netinu:
https://www.sonik.is/gunnar
Hlekk á streymi má finna á: