Tónskáldið Anna Þorvaldsdóttir er á góðri leið með að verða heimsfræg; hún hlaut tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 2012 fyrir verk sitt Dreaming, en það er einmitt verkið sem Sinfóníuhljómsveit BBC mun flytja í október.
Hin heimsfrægi stjórnandi, Dalia Stasevska, sem kemur frá Finnlandi, segir á Twitter-síðu sinni „að @BBCSO hafi tilkynnt um hausttónleika sína og þar verður flutt verkið Dreaming eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Mig hlakkar mikið til þeirra tónleika,“ segir Dalia en tónleikarnir fara fram þann sjöunda október næstkomandi.
Anna, sem er fædd árið 1977 stundaði nám við Kaliforníuháskóla
Eftir útskift hefur Anna skapað sér mikla virðingu og aðdáun tónlistarunnenda um heim allan fyrir tónsmíðar sínar; sem hafa verið fluttar af færustu hljóðfæraleikurum heims, og er Anna hvergi nærri hætt – líklega bara rétt að byrja.
Þess ber að geta að vefsíðan eirikurjonsson.is hefur fjallað stuttlega um málið.