Verkefni til stuðnings við flóttafólk á Íslandi í uppeldi hefur gefið góða raun; fengið góðar viðtökur, en Ísland er á meðal fjögurra þjóða Evrópu sem standa saman að verkefni sem miðar að því að styrkja foreldra í hópi flóttafólks; á einu ári hafa fjörutíu foreldrar fengið fræðslu í gegnum SPARE-verkefnið svokallaða hjá Reykjavíkurborg.
Hingað til hafa þrír hópar flóttafólks farið í gegnum SPARE-námskeiðið.
Verkefnið SPARE er rannsóknarverkefni sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir í samvinnu við Noreg, Danmörku og Holland; markmiðið er að styrkja foreldra í hópi flóttafólks í sínu foreldrahlutverki; stuðla þannig að góðri aðlögun barna og foreldra í nýju landi.
SPARE stendur fyrir Strengthening Parenting Among Refugees in Europe og byggir á foreldrafærniúrræðinu Parent Mangaement Training – Oregon (PMTO) sem hefur verið notað hjá Reykjavíkurborg með góðum árangri.
Með SPARE hafa aðferðir PMTO verið sérsniðnar að flóttafólki í Evrópu og nýlega fór fram kynning á notkun SPARE hjá borginni, en það var Keðjan sem stóð fyrir henni; Keðjan veitir stuðningsþjónustu fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra og heyrir undir velferðarsvið Reykjavíkurborgar.
Á fundinum komu nokkrir foreldrar fram sem höfðu sótt námskeiðin og nefndu að námskeiðið hefði ýtt undir nánari tengsl og betri samskipti við börn sín; haft jákvæð áhrif á líðan fjölskyldunnar og gert reglur skýrari sem og rútínur heima fyrir sem stuðla að því að fjölskyldum vegni betur; aðlagist betur í nýjum aðstæðum á Íslandi.
Á kynningunni fjallaði Doktor Margrét Sigmarsdóttur, sálfræðingur og lektor við Háskóla Íslands um aðlögun og fýsileika SPARE.
Í máli hennar kom fram að fyrstu niðurstöður rannsókna á SPARE séu afar jákvæðar.
Þá er vert að geta þess að velferðarsvið fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála hjá Félagsmálaráðuneytinu til að ráða til starfa menningarmiðlara sem gegna æ mikilvægara hlutverki í samfélagi okkar.