Fimmtudagur 12. desember, 2024
5 C
Reykjavik

Anna Kristjáns „sagði upp tryggingum hjá Sjóvá“ – „Málið á borði Úrskurðarnefndar tryggingamála“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir vélstjóri sem býr á Spáni segist vera í fýlu út í Sjóvá eftir að hún fékk sendan tölvupóst frá tryggingarfélaginu þar sem bótakröfu hennar var hafnað.

Hún greindi frá því að rándýrum linsum hennar af gerðinni Canon hefði verið stolið af henni eftir að innbrotsþjófur braust inn í geymslu hennar. Geymsla Önnu er ekki innan íbúðar hennar og var því kröfunni hafnað.

„Ég get ekki sagt að ég hafi þakkað pent fyrir þetta svar, en sagði upp öllum tryggingum mínum hjá Sjóvá þegar í stað. Málinu er að sjálfsögðu ekki lokið þar sem ég hafði samband við Úrskurðarnefnd tryggingamála“.

Anna segist hingað til hafa átt mjög góð samskipti við áðurnefnt tryggingarfélag, þar til nú.

„Það er því ekki gaman að þurfa að ljúka viðskiptum við félagið og starfsfólk þess á þennan hátt, en hvað á ég að gera ef heimilistryggingin er einskis virði?“ skrifar Anna að lokum í Facebook-færslu hennar sem má sjá hér í heild sinni:

Ein í fýlu.

Ég fékk tölvupóst í gærmorgun þar sem sumarstarfsmaður hjá Sjóvá tilkynnti mér að félagið hafnaði bótakröfu minni vegna þjófnaðar á linsunum mínum þar sem geymslan mín væri ekki innan íbúðar. Ég get ekki sagt að ég hafi glaðst vegna þessarar höfnunar. Ef satt væri væru verðmæti sem geymd eru í geymslum flestra fjölbýlishúsa á Íslandi ótryggð.

- Auglýsing -

Ég get ekki sagt að ég hafi þakkað pent fyrir þetta svar, en sagði upp öllum tryggingum mínum hjá Sjóvá þegar í stað. Reyndar get ég ekki lokið uppsögninni fyrr en í dag þar sem ég er ekki með rafræn skilríki. Málinu er að sjálfsögðu ekki lokið þar sem ég hafði samband við Úrskurðarnefnd tryggingamála og mun vísa málinu þangað í dag eftir spjall við starfsfólk Seðlabankans í gær, en þar er úrskurðarnefndin til húsa.

Það er líka nauðsynlegt að fólk sem tryggir hjá Sjóvá verður að gera sér grein fyrir því að það má ekki geyma verðmæti í læstum geymslum í læstri sameign fjölbýlishúsa því verðmætin eru ótryggð að mati umrædds sumarstarfsmanns hjá Sjóvá.

Þrátt fyrir allt, þá átti ég ávallt góð samskipti við starfsfólk Sjóvár þar til í gær.

- Auglýsing -

Já, ég er í fýlu.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -