Hinn landsþekkti listmálari, Tolli Morthens, hefur sterkar skoðanir um þá vinnu sem lögð hefur verið í til að breyta ferlum í fangelsum og viðhorfum fólks hér á landi til fanga.
Hann var formaður starfshóps sem kom með tillögur að úrbótum; hafa margar þeirra orðið að veruleika.
Tolli er andstæðingur þeirrar refsimenningar sem við Íslendingar búum við; telur batamenningu vera einu réttu leiðina til að búa fanga undir betra líf þegar afplánun þeirra lýkur.
Hann telur það kolvitlausa stefnu sem felist í því að fíkniefni séu ólögleg og vill lögleiða þau, samkvæmt mbl.is
Tolli, sem sjálfur glímdi við fíkn á sínum tíma, er á því að komandi kynslóðir muni fordæma það hvernig við höfum komið fram við fólk sem glímir við fíknisjúkdóma.