Haraldur Benediktsson, bændahöfðingi og fallinn oddviti í Norðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að afturkalla fyrri ákvörðun sína um að sætta sig ekki við að verða í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins ef til kæmi. Nú blasir sá nakti veruleiki við að hann var beittur því ofbeldi af kjósendum að verða eftirbátur Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð. Haraldur lá undir feldi dögum saman og komst svo að þeirri niðurstöðu að nú væri, vegna fjölda áskorana, rétti tímapunkturinn til þess að fara á svig við fyrsta kosningaloforðið sitt. Hann er markaður af þessu og mun því væntanlega mæta á nýtt þing undir þeim gunnfána …