Ásthildur Lóa formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og Ragnar Þór formaður VR funduðu með forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra í byrjun júní mánaðar. Á þeim fundi greindu þau ráðherrum frá áhyggjum sínum af stöðu heimilanna vegna ört hækkandi verðbólgu sem hlotist hefur af heimsfaraldrinum. Formennirnir settu fram þá kröfu að ráðherrar myndu beita þeim aðgerðum sem þeir hafa ráð yfir til þess að varna því verðbólgan muni skella af öllu afli á heimilunum í landinu.
Helstu kröfur sem þau Ásthildur og Ragnar settu fram voru þessar:
Tryggja að enginn missi heimili sitt vegna afleiðinga heimsfaraldursins.
Setji þak á verðtryggingu húsnæðislána og leigu miðað við upphaf faraldursins í mars 2020.
Setji þak á vexti óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum og sjái til þess að vaxtalækkanir Seðlabankans skili sér að fullu til neytenda.
Formennirnir lýstu þar ða auki yfir áhyggjum sínum af því að ekki hefði verið staðið við loforð ríkisstjórnarinnar um að draga úr vægi verðtryggingarinnar, þrátt fyrir að talað hefði verið um það í stjórnarsáttmálanum og auk þess samið um í lífskjarasamningnum.
Þó svo að ráðherrarnir Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson hafi tekið þeim Ásthildi og Ragnari vel þá er ekkert útlit fyrir það að gripið verði til neinna aðgerða til þess að verða heimilin í landinu. Heimilin standa því óvarin gagnvart yfirvofandi kreppu og eina ferðina enn á að leggja örlög heimilanna í landinu í hendur bankanna.
Afstaða ríkisstjórnarinnar sem og ráðherranna tveggja var svo endanlega staðfest þegar breytingartillaga sem einmitt hefði tryggt þeim sem fastir eru í gildru verðtryggingar, í mjög óstöðugu ástandi, réttin til þess að skipta yfir í óverðtryggð lán, óháð efnahagslegri stöðu, var felld á Alþingi aðeins örfáum dögum eftir að formennirnir hittu ráðherrana. Hér má sjá umfjöllun Mannlífs um málið.